Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

104. fundur 18. janúar 2024 kl. 17:15 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál

Málsnúmer 2309073Vakta málsnúmer

Úrvinnsla umsókna um styrki til menningarmála 2024 lögð fram til afgreiðslu nefndar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til menningarmála sl. haust og bárust 14 umsóknir. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar.

2.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2024

Málsnúmer 2401008Vakta málsnúmer

Tímasetning fyrir viðburðinn skoðuð.
Samþykkt
Árlega er efnt til úthlutunarhátíðar þar sem afhending styrkja og útnefning bæjarlistamanns fer fram. Ákveðið að úthlutunarhátíðin verði i byrjun mars 2024 í Tjarnarborg. Auglýst þegar nær dregur.

3.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Samþykkt
Fundadagatal nefnda Fjallabyggðar og bæjarstjórnar lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti. Nefndin samþykkir til reynslu að fram á vor verði fundartími nefndarinnar kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 18:10.