Bæjarráð Fjallabyggðar

810. fundur 03. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundarins lagði formaður bæjarráðs fram tillögu um að breyta dagskrá fundarins á þann veg að taka fyrir mál 2310072 seinast.

Jafnframt lagði formaður bæjarráðs fram tillögu um að bæta við máli nr. 15 - 2311009 "Tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri".

Tillögurnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram, ásamt greinargerð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2024 til umfjöllunar og afgreiðslu fastanefnda. Tillögunni er einnig vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar þann 27. nóvember næstkomandi og beinir bæjarráð því til formanna nefnda og deildarstjóra að nefndirnar ljúki umfjöllun og afgreiðslum sínum fyrir 17. nóvember.

2.Ólafsvegur 4

Málsnúmer 2310052Vakta málsnúmer

Tekin fyrir kauptilboð sem borist hafa í eignina að Ólafsvegi 4 á Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði Samhúss ehf. í Ólafsveg 4. Bæjarstjóra heimilað að rita undir tilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2307036Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu en óskar jafnframt eftir að hópurinn skili greinargerð á næsta fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarráð leggur til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu en óskar jafnframt eftir að hópurinn skili greinargerð á næsta fundi bæjarstjórnar.

5.Styrkumsóknir 2024 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2309075Vakta málsnúmer

Yfirlit umsókna um rekstrarstyrki til safna og setra árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar, umsóknunum vísað til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og umsagnar.

6.Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál

Málsnúmer 2309073Vakta málsnúmer

Yfirlit umsókna um styrki til menningarmála árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar, umsóknunum vísað til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

7.Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2309076Vakta málsnúmer

Yfirlit umsókna um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar, umsóknunum vísað til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og umsagnar.

8.Styrkumsóknir 2024 - Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði.

Málsnúmer 2309078Vakta málsnúmer

Yfirlit umsókna um styrk eða framlag úr bæjarsjóði árið 2024 lagt fram.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

9.Styrkumsóknir 2024 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2309072Vakta málsnúmer

Umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2024 lagðar fram.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

10.Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir

Málsnúmer 2309077Vakta málsnúmer

Yfirlit umsókna um græna styrki árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um málið en vísar því að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

11.Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2024

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Tekin fyrir erindi íbúa sem bárust sem ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar 2024.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

12.Áhætta og áfallaþol sveitarfélagsins

Málsnúmer 2311001Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um niðurstöður könnunar Almannavarna um áfallaþol sveitarfélaga.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð óskar eftir ítarlegra kostnaðarmati frá slökkviliðsstjóra þannig að hægt sé að afgreiða málið við gerð fjárhagsáætlunar 2024. Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

13.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til breytingu á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Málsnúmer 2311009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri
Bæjarráð tekur undir þingsályktun sem liggur fyrir á Alþingi um að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Norðurlandi. Varanleg starfstöð fyrir þyrlur landhelgisgæslunnar er mikilvægt hagsmuna og öryggismál fyrir íbúa landsbyggðarinnar og landsins alls.
Formaður bæjarráðs yfirgaf fundinn áður en umræður um málið hófust.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310072Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 09:58.