Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir

Málsnúmer 2309077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 03.11.2023

Yfirlit umsókna um græna styrki árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um málið en vísar því að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15.11.2023

Lagt fram yfirlit umsókna um græna styrki fyrir árið 2024, bæjarráð óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um málið.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar öllum umsækjendum fyrir góðar umsóknir. Nefndin telur eðlilegt að tekið sé tillit til rekstrarstyrkja félagasamtaka við úthlutun grænna styrkja og jafnframt að sveitarfélagið eigi sjálft að hafa umsjón með verkefnum á opnum svæðum innan sveitarfélagsins. Umsækjendur sem ekki hafa áður fengið úthlutað grænum styrk ættu að ganga fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna úthlutunar grænna styrkja fyrir árið 2024.
Samþykkt
Bæjarráð vísar tillögu sinni um græna styrki fyrir árið 2024 til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.