Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2311053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Í samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin.

Ferðin mun eiga snertipunkt við RECET verkefnið sem SSNE og Eimur eru meðal þátttakenda; RECET er Evrópuverkefni sem ætlað er að aðstoða sveitarfélög í dreifðum byggðum við innleiðingu orkuskipta. Verkefnið er unnið í samstarfi við Energiakademiet á Samsø, og er stefnt á að heimsækja eyjuna í ferðinni og fá kynningu á reynslu þeirra, einkum í tengslum við íbúasamráð og orkuskipti. Einnig njótum við aðstoðar danska sendiráðsins á Íslandi við skipulagningu ferðarinnar sem hefur boðist til að skipuleggja heimsóknir og kynnisferðir fyrir hópinn.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum um dagskrá og tilgang ferðarinnar og leggja fyrir bæjarstjórn til umræðu.