Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2024

Málsnúmer 2311025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl er runninn út.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim fyrirvörum sem komu fram á fundinum og vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl er runninn út.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn. Deildarstjóranum falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum, að öðru leyti er málinu vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækkun á rekstrarsamningi um kr. 1.600.000,- ásamt því að félaginu verði veitt einskiptisframlag vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl að fjárhæð kr. 1.700.000,- fyrir árið 2024 vegna viðhalds- og öryggisverkefna.