Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu er 3. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
.3
2311022
Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13. nóvember 2023.
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum. Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast "símafrí" snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma. Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar með 7 atkvæðum.