Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu er 3. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
  • .3 2311022 Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13. nóvember 2023. Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum. Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast "símafrí" snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma. Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar með 7 atkvæðum.