Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3 og 4.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "2310001 - Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .2 2310063 Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023. Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi Snorragötu svo hægt verði að skilgreina og úthluta lóð undir fyrirhugaða dreifistöð Rarik. Breytingin telst óveruleg og skal því fara fram grenndarkynning fyrir lóðarhafa Snorragötu 4 og 6, í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðar og ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.
  • .3 2310043 Póstbox í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023. Nefndin sér ekki ástæðu til að taka afstöðu til staðsetningar póstboxa á lóðum sem eru á forsvari annarra en bæjarins. Nefndin beinir því jafnframt til Póstsins að huga að aðgengismálum, s.s. bílastæðum fyrir notendur og starfsfólk. Framlagðar staðsetningar við sundlaugar eru taldar óheppilegar; á Siglufirði er hún langt frá því að vera miðsvæðis, og á Ólafsfirði skapar boxið óþarfa umferð inn á bílastæði fyrir skóla- og íþróttastarf. Staðsetning póstboxa á gangstétt við Kjörbúðina í Ólafsfirði er óæskileg með tilliti til gangandi vegfarenda og gangbrautar sem þar er. Heppilegra væri að finna póstboxunum stað innan lóðar Kjörbúðarinnar þar sem gert er ráð fyrir aðkomu bíla og athafnastarfsemi, í samráði við rekstraraðila Kjörbúðarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.