Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 24 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 8, 10, 11, 12, 13 og 18.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .1 2311033 Álagning útsvars árið 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu fyrir árið 2024, eða 14,70%. Tillögunni vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .2 2311012 Gjaldskrár 2024 - Fasteignagjöld og afsláttur af fasteignaskatti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2024. Tillögunum vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð áréttar að álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2024 verði óbreyttar og að viðmið um afslátt verði færð upp til samræmis við hækkun launavísitölu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2309078 Styrkumsóknir 2024 - Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .4 2309072 Styrkumsóknir 2024 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falin fullnaðarafgreiðsla umsókna í samræmi við gildandi reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til handa félögum og félagasamtökum, sbr. einnig 6. gr. reglnanna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .8 2311013 Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Fjárhagsáætlun, gjaldskrá og skipting kostnaðar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2024. Gjaldskrá mun hækka um 4,9%. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .10 2311024 Ósk um kaup á búnaði, þeytivindum í sundlaug á Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kaupin. Bæjarstjóra falið að klára málið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .11 2311023 Trúnaðarmál - starfsmannamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .12 2211118 Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir tillögu um óbreytt kjör kjörinna fulltrúa og nefndafólks. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .13 2005101 Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir bókunina. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .18 2311028 Styrkur til forvarna - heimsókn í grunn- og framhaldsskóla.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.