Bæjarráð Fjallabyggðar - 812

Málsnúmer 2311012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1-11.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 8. liðar fundargerðarinnar til 12. sérliðar þessa fundar, "2311036 - Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði". Forseti gerir einnig tillögu um að vísa 11. lið fundargerðarinnar til 13. sérliðar þessa fundar, "2212059 - Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð". Samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tók til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2311012 Gjaldskrár 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024.
    Gjaldskrám umhverfis- og tæknideildar vísað til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .2 2309077 Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar tillögu sinni um græna styrki fyrir árið 2024 til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2309076 Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um hátíðahöld og stærri viðburði í Fjallabyggð. Í ljósi áeggjan nefndarinnar um að minnka styrki til hátíða sem fengu styrki á líðandi ári þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn endurskoðun á reglum um úthlutanir styrkja vegna hátíðahalda og stærri viðburða í Fjallabyggð árið 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .4 2309075 Styrkumsóknir 2024 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um rekstrarstyrki til safna og setra. Bæjarráð vísar tillögunum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.
    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • .5 2309073 Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar tillögu markaðs- og menningarnefndar vegna styrkumsókna um menningarmál til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarstjóra falið að fylgja eftir spurningum bæjarráðs.
    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir atkvæðagreiðslu málsins.
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • .6 2307011 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .7 2309071 Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .9 2311043 Trúnaðarmál - starfsmannamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .10 2311025 Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn. Deildarstjóranum falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum, að öðru leyti er málinu vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækkun á rekstrarsamningi um kr. 1.600.000,- ásamt því að félaginu verði veitt einskiptisframlag vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl að fjárhæð kr. 1.700.000,- fyrir árið 2024 vegna viðhalds- og öryggisverkefna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.