Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
.1
2309016
Tjarnarborg - Reglur og samningur um sölu áfengra drykkja
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15. nóvember.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir uppfærð drög að reglum um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum í samræmi við bókun markaðs- og menningarnefndar á 100. fundi sínum 28.9.2023.
Samningur um sölu áfengra drykkja verður uppfærður í takt við nýjar reglur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir reglur um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg með 7 atkvæðum.
.2
2309073
Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15. nóvember.
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2024, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2024 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.