Bæjarráð Fjallabyggðar

789. fundur 09. maí 2023 kl. 08:15 - 09:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Stofnframlag Fjallabyggðar vegna Brák leigufélags.

Málsnúmer 2304056Vakta málsnúmer

Á 229. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var bæjarráði falin heimild til fullnaðarafgreiðslu málsins.
Lögð fram staðfesting bæjarfélagsins á stofnframlagi sínu til verkefnisins við Vallarbraut ásamt upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir umsókn um stofnframlag til Brákar leigufélags hses. vegna uppbyggingu á 6 íbúðum í eigu Brákar á Vallarbraut og veitir bæjarstjóra umboð til þess að undirrita umsókn f.h. Fjallabyggðar.

2.Erindi til bæjarráðs vegna efnislosunar á Leirutanga

Málsnúmer 2304024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna efnislosunar á Leirutanga.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir þær tillögur sem koma fram í því. Þá ítrekar bæjarráð fyrri ákvarðanir á vettvangi bæjarráðs og nefnda um efnislosun óvirks úrgangs og að sveitarfélagið fari fram með góðu fordæmi varðandi val á efnislosunarstöðum. Bæjarráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að finna varanlega lausn þegar kemur að efnislosunarsvæðum óvirks úrgangs og gróðurúrgangs í sveitarfélaginu. Deildarstjóra tæknideildar falið að auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins hvernig efnislosun skuli háttað þar til varanleg lausn málsins liggur fyrir og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framfylgja ákvörðunum bæjarráðs og nefnda.

3.Verkefni fjármála og stjórnsýsludeildar

Málsnúmer 2302062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála fyrir yfirferðina á verkefnum deildarinnar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir apríl 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 109.026.973,- eða 91,27% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 20 það sem af er árinu.
Lagt fram til kynningar

5.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til apríl 2023.
Lagt fram til kynningar

6.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur fundað fjórum sinnum, unnið markvisst, kallað eftir og tekið saman gögn um málið. Samráðshópurinn hefur skilað inn stöðuskýrslu um framvindu vinnunnar til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar
Drög samráðshóps lögð fram til kynningar. Næstu skil hópsins verða á haustdögum 2023.

7.Regus skrifstofusetur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111046Vakta málsnúmer

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing frá febrúar 2022 milli Fjallabyggðar og Regus á Íslandi um sameiginlega vilja aðilanna til þess að opna skrifstofusetur í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Regus í samræmi við viljayfirlýsingu frá 7. febrúar 2022. Bæjarstjóra einnig falið að leggja samninginn fyrir bæjarráð og gera tillögu til bæjarráðs um hvernig aðgengi sveitarfélagsins að skrifstofusetri Regus skuli háttað.

8.Ályktun vegna Reykjavíkurflugvallar

Málsnúmer 2305012Vakta málsnúmer

Fjallabyggð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðunar Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.
Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.
Fjallabyggð skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda bókun.

9.Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði

Málsnúmer 2304043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði. Málið var tekið fyrir á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu.
Samþykkt
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að hlutur Örlygs, Ingvars og Sigurðar til Fjallabyggðar vegna ársins 2023 sbr. 2. gr. samningsins verði ráðstafað í þessa framkvæmd. Tæknideild er að öðru leyti falið að vinna málið áfram sbr. ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.05.2023.
Fylgiskjöl:

10.Umsókn um lóð - Sundlaugargata 8 Ólafsfirði

Málsnúmer 2304035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10.04.2023 þar sem Alexander Vestfjörð Kárason sækir um frístundalóð nr. 8 við Sundlaugargötu í Ólafsfirði. Umsóknin var samþykkt á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við úthlutunina en ítrekar ábendingu skipulags- og umhverfisnefndar um gildandi deiliskipulag á svæðinu.

11.Jarðgöng á milli Fljóta og Fjallabyggðar

Málsnúmer 2305014Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 46. fundi byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar frá 3. maí 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar ályktun byggðaráðs Skagafjarðar um bættar samgöngur á milli Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Bæjarráð tekur undir með byggðaráði að mikilvægt sé að fjármunir verði tryggðir svo hægt sé að tryggja áframhaldandi undirbúning framkvæmda og endalega hönnun ganganna. Bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarráðs á framfæri við þingmenn og samgönguyfirvöld.
Lagt fram til kynningar

12.Skipulag skógræktar

Málsnúmer 2305013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Vinum íslenskrar náttúru (VÍN) um skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Orkufundur 2023

Málsnúmer 2304053Vakta málsnúmer

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda Orkufund 2023 þann 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinum verður einnig streymt.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2023

Málsnúmer 2305018Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 13:00.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands 25. maí

Málsnúmer 2305019Vakta málsnúmer

Boðað er til ársfundar Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 25. maí frá kl. 11.30 - 13.00 á Grand hótel. Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa til þess að skrá sig til þátttöku.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 145. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:35.