Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði

Málsnúmer 2304043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dagsett 19.4.2023. Erindið er í tveimur liðum þar sem annarsvegar er óskað eftir leyfi nefndarinnar að undirritaður láti lagfæra grjótvörn gegn landbroti á Granda í austanverðum Siglufirði. Hins vegar er óskað eftir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins með hlut Fjallabyggðar af dúnsölu Örlygs og tveggja annarra, fyrir árið 2022.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu. Allar sjóvarnir eru unnar af Vegagerðinni og hlutur landeiganda er 1/8 af framkvæmdakostnaði. Tæknideild falið að setja sig í samband við Vegagerðina varðandi þessar lagfæringar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 09.05.2023

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði. Málið var tekið fyrir á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu.
Samþykkt
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að hlutur Örlygs, Ingvars og Sigurðar til Fjallabyggðar vegna ársins 2023 sbr. 2. gr. samningsins verði ráðstafað í þessa framkvæmd. Tæknideild er að öðru leyti falið að vinna málið áfram sbr. ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.05.2023.
Fylgiskjöl: