Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

134. fundur 04. desember 2023 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um jól og áramót 2023

Málsnúmer 2311044Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva fer yfir opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um jól og áramót 2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva og fór yfir fyrirhugaðan opnunartíma íþróttamiðstöðva um jól og áramót 2023.

2.Opnunartími íþróttamiðstöðva veturinn 2023-2024

Málsnúmer 2306016Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva fer yfir aðsóknartölur í sundlaug og líkamsrækt á haustönn 2023.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Á 129. fundi sínum, þann 21.8.2023, samþykkti fræðslu-, og frístundanefnd að samræma opnunartíma sundlauga á virkum dögum í báðum byggðarkjörnum til reynslu í 3 mánuði. Forstöðumaður fór yfir aðsóknartölur í sundlaugum og líkamsræktum Fjallabyggðar á haustönn. Ljóst er að breytingin hefur haft jákvæð áhrif á aðsókn. Fræðslu- og frístundanefnd leggur því til að opnun íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð verði með sama hætti fram að sumri 2024.

3.Grunnskóli Fjallabyggðar, innra mat, umbóta- og starfsáætlanir gæðaráðs.

Málsnúmer 2311021Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Yfirferð á innra mati, umbóta- og starfsáætlun gæðaráðs er frestað fram til næsta fundar fræðslu- og frístundanefndar.

4.Frístundastyrkir til Fjallabyggðar - Reglur og skilyrði

Málsnúmer 2311057Vakta málsnúmer

Uppfæra þarf reglur og skilyrði um nýtingu frístundastyrks fyrir börn á aldrinum 4. - 18. ára fyrir árið 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Reglur og skilyrði um frístundastyrki hafa verið uppfærð fyrir árið 2024. Frístundastyrkur til barna á aldrinum 4.-18. ára, verður 47.500 kr. á árinu 2024. Frístundastyrkir eru afgreiddir í gegnum Sportabler og þá er hægt að nýta til að greiða æfingargjöld íþróttafélaga, skólagjöld í tónlistarskóla og ýmist annað frístundastarf barna. Frístundanefnd samþykkir uppfærðar reglur fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar.

5.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Jafnréttisstofu. Um er að ræða ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar ábendinguna og telur mikilvægt að skoða öll jafnréttissjónarmið þegar teknar eru stefnumótunarákvarðanir sem þessar.

Fundi slitið - kl. 17:45.