Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15.03.2024

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagt fram.
Samþykkt
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við eigendur Eyrargötu 3 og leggja drög að leigusamningi fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Fyrir liggja drög að leigusamningi vegna Eyrargötu 3 Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11.12.2024

Lengd viðvera hefur verið flutt í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Suðurgötu 4.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fór yfir málið með nefndarmönnum. Fram hefur komið að starfsfólk Lengdrar viðveru, börn og foreldrar eru ánægð með húsnæði félagsmiðstöðvarinnar undir starfsemina. Ákveðið hefur verið að starfsemin verði þar út þetta skólaár. Ókostir staðsetningar eru þó þeir að húsnæðið liggur að umferðargötu og leiksvæði er ekki nálægt. Huga þarf að öryggi barna á milli skóla og félagsmiðstöðvar.