Bæjarráð Fjallabyggðar

824. fundur 15. mars 2024 kl. 10:00 - 10:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Hið Norðlenzka Styrjufjelag hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld. Þörf eldisins á fersku, köldu vatni er talin vera um 30 l/s. Óskað er eftir viðræðum um gjaldskrá fyrir félagið miðað við þessa vatnsnotkun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá á næsta fundi bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

2.Slátturóbot fyrir opin svæði á vegum sveitarfélagsins.

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tækndeildar vegna umhirðu opinna svæða með slátturóbot.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að keyptur verði einn sláttuþjarkur sem tilraunverkefni fyrir sumarið 2024.

3.Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2024

Málsnúmer 2401060Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum rekstrarsamningi við Golfklúbb Fjallabyggðar um rekstur golfvallar í Skeggjabrekkudal 2024.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Umsókn Norlandia um þaraöflun undan ströndum Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2402045Vakta málsnúmer

Drög að samningi um þaraöflun innan netlaga í Ólafsfirði lagður fram ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin að samningi við Norlandia um þaraöflun innan netalaga lands í eigu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403032Vakta málsnúmer

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagt fram.
Samþykkt
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við eigendur Eyrargötu 3 og leggja drög að leigusamningi fyrir bæjarráð.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Lagður verður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna tilfærslu til lækkunar á 22010-1512 um kr. 9.000.000 og hækkunar á 21400-4332 um kr. 9.000.000. Áhrif viðaukans á áætlaða niðurstöðu ársins eru engin.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Vinnureglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403017Vakta málsnúmer

Drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með drögin og vísar þeim til kynningar í bæjarstjórn. Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir sameiginlegu minnisblaði frá deildarstjórum sem lagt yrði fyrir bæjarstjórn samhliða kynningu málsins.

8.Aðalfundur og vorráðstefna FENÚR

Málsnúmer 2403027Vakta málsnúmer

Aðalfundur og vorráðstefna FENÚR verður haldin mánudaginn 18.mars næstkomandi. Viðburðurinn fer fram í sal Þróttar við Engjaveg 7, 105 Reykjavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 137. fundar fræðslu- og frístundanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Molta fundargerðir og gögn 2024.

Málsnúmer 2402040Vakta málsnúmer

Fundargerð 111. fundar stjórnar Moltu ehf. lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Flokkun Eyjafjörður fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403044Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. ásamt ársreikningi 2022 og fundargerðar aðalfundar Flokkunar 2024 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:46.