Vinnureglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15.03.2024

Drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með drögin og vísar þeim til kynningar í bæjarstjórn. Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir sameiginlegu minnisblaði frá deildarstjórum sem lagt yrði fyrir bæjarstjórn samhliða kynningu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12.04.2024

Uppfærð drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar lögð fram ásamt sameiginlegu minnisblaði deildarstjóra innan stjórnsýslunnar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar drögunum til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu uppfærð drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, ásamt sameiginlegu minnisblaði deildarstjóra innan stjórnsýslunnar. Bæjarráð vísaði reglunum til umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.