Bæjarráð Fjallabyggðar

827. fundur 12. apríl 2024 kl. 10:00 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Bætt aðstaða á tjaldsvæðum Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2404002Vakta málsnúmer

Endurnýja þarf færanlegt salernishús sem verið hefur á Rammatúni yfir sumartímann. Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um málið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að fjárfest verði í hreyfanlegri salernislausn frá Stólpigámar sbr. minnisblað.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Á 825. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð.

Málið var tekið fyrir á 138. fundi fræðslu og frístundanefndar sem lýsti yfir ánægju sinni með áherslur í leiðréttingu gjaldskráa sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti og vísar tillögum að leiðréttum gjaldskrám Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til afgreiðslu bæjarráðs.

Málið var einnig tekið fyrir á 154. fundi félagsmálanefndar sem fór yfir gildandi gjaldskrá félagsþjónustunnar og lagði til leiðréttingar skv. bókun bæjarráðs, að undanskildum þeim gjaldskrárliðum sem eru bundnir ákvörðun ríkisins eins og gjaldskrá dagþjálfunar aldraðra og gjaldskrá þriðja aðila sem á við um heimsendann mat sem keyptur er frá HSN.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að nýjum gjaldskrám. Tillögunum vísað til bæjarstjórnar.

3.Vinnureglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403017Vakta málsnúmer

Uppfærð drög að vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar lögð fram ásamt sameiginlegu minnisblaði deildarstjóra innan stjórnsýslunnar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar drögunum til umræðu í bæjarstjórn.

4.Trilludagar 2024

Málsnúmer 2401058Vakta málsnúmer

Þann 19. febrúar sl. auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum aðila/aðilum til að halda utan um Trilludaga 2024.
Enginn hefur sóst eftir að halda utan um Trilludaga 2024. Markaðs- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélagið sjálft sjái um framkvæmd Trilludaga eins og hingað til.
Samþykkt
Í ljósi þess að engin aðili sótti um að standa að hátíðinni þá felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra hátíðina með sambærilegum hætti og fyrri ár.

5.Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027

Málsnúmer 2403041Vakta málsnúmer

Gildistími þjónustusamnings vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 rennur út 5. júní 2024. Ákvæði er í samningi um möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Skv. framlögðu minnisblaði telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar rétt að óska eftir heimild til útboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, til næstu þriggja skólaára, með möguleika á framlengingu samnings um tvisvar sinnum eitt ár í senn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um að farið verði í útboð á skólamáltíðum í samræmi við minnisblaðið, en vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.

6.Frístund 2024-2025

Málsnúmer 2404012Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt frístundafulltrúa kynntu og ræddu hugmynd að útfærslu Frístundar á næsta skólaári. Fræðslu- og frístundanefnd leist vel á hugmyndina og vísaði til umræðu í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Bæjarráð telur mikilvægt að vinna málið í nánu samráði við þau íþróttafélög sem hafa verið samstarfsaðilar í verkefninu.

7.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði.

Málsnúmer 2404016Vakta málsnúmer

Erindi GKS varðandi fjárstuðning til uppbyggingar barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Siglufjarðar lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað
Guðjón M. Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Víkingurinn 2024

Málsnúmer 2402041Vakta málsnúmer

Keppnin Víkingurinn 2024 er fullbókaður. Kraftamenn þakka Fjallabyggð fyrir sýndan áhuga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 154. fundar félagsmálanefndar, 138. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 107. fundar markaðs- og menningarnefndar og 310. fundar skipulags- og umhverfisnefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.