Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 730. fundur - 17.02.2022

Lagt fram erindi Hins Norðlenzka Styrjufélags dags. 9. febrúar 2022 er varðar m.a. ósk forsvarsmanna félagsins um að fá að koma á fund bæjarráðs til að kynna starfsemi félagsins og óskir félagsins um ívilnun sveitarfélagsins hvað varðar kostnað vegna ferskvatns.
Samþykkt
Bæjaráð þakkar erindið og bíður forsvarsmönnum félagsins að mæta til fundar við ráðið kl. 08:15 á næsta reglulega fundi þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 731. fundur - 24.02.2022

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs kl.8:15 í gegnum TEAMS fulltrúar Hins Norðlenzka Styrjufjelags, Eyþór Eyþórsson, Kristmann Pálmason, Þorsteinn Ásgeirsson og Þorbjörn Sigurðsson og fóru yfir efni erindis sem félagið sendi sveitarfélaginu og lagt var fram á 730. fundi bæjarráðs, einnig var farið almennt yfir framtíðaráform félagsins um styrjueldi í Ólafsfirði.

Fulltrúar Hins Norðlenzka Styrjufjelags viku af fundi kl.8:47.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Um leið og bæjarráð þakkar fulltrúum Hins Norðlenzka Styrjufjelags fyrir fróðlega yfirferð þá felur ráðið bæjarstjóra að taka saman upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 1. mars 2022 er varðar ósk Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. (HNS) um ívilnun vegna vatnsnotkunar fyrirhugaðrar styrjueldisstöðvar. Vinnuskjalið er unnið í framhaldi af ósk þar um á 731. fundi bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar framlagt vinnuskjal og felur bæjarstjóra að afla aukinna upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 14. mars 2022 er varðar ósk Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. (HNS) um ívilnun vegna vatnsnotkunar fyrirhugaðrar styrjueldisstöðvar. Vinnuskjalið er unnið í framhaldi af ósk þar um á 732. fundi bæjarráðs.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagt vinnuskjal og felur bæjarstjóra að láta vinna drög að breytingum á 6. gr. gjaldskrár vatnsveitu Fjallabyggðar með þeim hætti að bætt verði við afsláttarflokkum.
Í fyrsta lagi verði flokkur frá 250.000 m³ til 400.000 m³ með 25% afslætti og í öðru lagi verði bætt við flokk, frá 400.000m³ til 550.000 m³ með 35% og í þriðja lagi verði bætt við flokk fyrir meira en 550.000 m³ með 45% afslætti.

Einnig skal koma fram í gjaldskrá fyrirvari vegna mögulegrar afhendingar sem er umfram getu veitukerfisins á hverjum tíma. Drög að breyttri gjaldskrá skal leggja fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Hins Norðlenzka Styrjufjelags vegna vatnsöflunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða forsvarsfólk félagsins á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 795. fundur - 27.06.2023

Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður Hins Norðlenzka Styrjufjelags mætti á fund bæjarráðs þar sem farið var yfir ýmis málefni sem tengjast starfsemi félagsins í bæjarfélaginu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Eyþóri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á núverandi starfsemi sem og framtíðaráformum félagsins. Deildarstjóra tæknideildar falið að kanna m.v. umræður fundarins hvernig sveitarfélagið getur stutt við áform félagsins um vöxt starfseminnar í Ólafsfirði. Þá er deildarstjóra tæknideildar einnig falið að skila til bæjarráðs tillögum um aðkomu bæjarfélagsins að verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15.03.2024

Hið Norðlenzka Styrjufjelag hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld. Þörf eldisins á fersku, köldu vatni er talin vera um 30 l/s. Óskað er eftir viðræðum um gjaldskrá fyrir félagið miðað við þessa vatnsnotkun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá á næsta fundi bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26.03.2024

Á 824. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Hins Norðlenzka Styrjufjelags, sem hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um þörf eldisins á fersku, köldu vatni. Jafnframt var óskað eftir viðræðum um gjaldskrá fyrir félagið miðað við þessa vatnsnotkun.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá á næsta fundi bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
Tillaga bæjarstjóra lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að breyttri gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 824. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að uppfærðri gjaldskrá vatnsveitu. Tillaga bæjarstjóra var samþykkt á 825. fundi bæjarráðs þar sem henni var vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.