Bæjarráð Fjallabyggðar

795. fundur 27. júní 2023 kl. 08:15 - 10:02 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður Hins Norðlenzka Styrjufjelags mætti á fund bæjarráðs þar sem farið var yfir ýmis málefni sem tengjast starfsemi félagsins í bæjarfélaginu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Eyþóri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á núverandi starfsemi sem og framtíðaráformum félagsins. Deildarstjóra tæknideildar falið að kanna m.v. umræður fundarins hvernig sveitarfélagið getur stutt við áform félagsins um vöxt starfseminnar í Ólafsfirði. Þá er deildarstjóra tæknideildar einnig falið að skila til bæjarráðs tillögum um aðkomu bæjarfélagsins að verkefninu.

2.Skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306017Vakta málsnúmer

Á 128. fundi sínum, 19.6.2023, vísaði fræðslu- og frístundanefnd vinnuskjali skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til bæjarráðs. Vegna fjölgunar nemenda við skólann þarf að auka lítilsháttar heimilað kennslustundamagn á komandi skólaári.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og gerir ekki athugasemdir við það og þær leiðir sem lagðar eru til í því. Þá lýsir bæjarráð yfir ánægju með fjölgun nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2306043Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Aðkoma að íþróttahúsi, Siglufirði

Málsnúmer 2306052Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í endurbætur á aðgengi að íþróttahúsinu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir að tilboði lægstbjóðanda Báss ehf. verði tekið. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að verkinu verði lokið fyrir 15. ágúst 2023.

5.Umsókn um rekstraleyfi veitinga

Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 11.6.2023 er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum fyrir GH Fisk ehf. kt. 600416-1460 Ægisbyggð 4 Ólafsfirði vegna FISH AND CHIPS SIGLUFJÖRÐUR.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisumsóknina.

6.Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2306048Vakta málsnúmer

Skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar og umsagnar.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 53. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Einnig lögð fram til kynnningar kynning Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um hlutverk, stefnu, starfsemi og verkefni stofnunarinnar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Samgönguáætlun 2024 - 2038

Málsnúmer 2306053Vakta málsnúmer

Þingsályktunartillaga um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með drög samgönguáætlunar 2024-2038. Bæjarstjóra falið að koma áherslum sveitarfélagsins að í samráðsferlinu sem núna er hafið.

9.Stofnframlag Fjallabyggðar vegna Brák leigufélags.

Málsnúmer 2304056Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að umsókn Fjallabyggðar um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2023 hafi verið samþykkt.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127

Málsnúmer 2306004FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Fimmti liður fundarins var afgreiddur á 794. fundi bæjarráðs.
Fundargerðin þarfnast ekki afgreiðslu og er því lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 128

Málsnúmer 2306005FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Þriðji liður fundarins var afgreiddur á 795. fundi bæjarráðs.
Fundargerðin þarfnast ekki afgreiðslu og er því lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:02.