Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15.03.2024

Lagður verður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna tilfærslu til lækkunar á 22010-1512 um kr. 9.000.000 og hækkunar á 21400-4332 um kr. 9.000.000. Áhrif viðaukans á áætlaða niðurstöðu ársins eru engin.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Lagt fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir að útbúin verði viðauki nr. 3 að fjárhæð 198.450.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 07.10.2024

Á 833. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað var eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga. Bæjarráð samþykkti að láta útbúa viðauka við fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000 sem fjármagnað yrði með handbæru fé. Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á 245. fundi bæjarstjórnar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt útfærðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- sem fjármagnaður er með handbæru fé. Áætlaðar fjárfestingarhreyfingar hækka úr kr. 228.450.000 í kr. 577.500.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2024 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Á 833. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað var eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga. Bæjarráð samþykkti að láta útbúa viðauka við fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000 sem fjármagnað yrði með handbæru fé. Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á 245. fundi bæjarstjórnar.
Á 846. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt útfærðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- sem fjármagnaður er með handbæru fé. Áætlaðar fjárfestingarhreyfingar hækka úr kr. 228.450.000 í kr. 577.500.000. Viðaukinn var samþykktur í bæjarráði.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 með 7 greiddum atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Á 854. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdsal.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á fjárfestingaramma Íbúðasjóðs (til lækkunar) og Eignasjóðs (til hækkunar).
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10.01.2025

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Í viðaukanum er fjárfestingarammi Eignasjóðs aukinn um kr. 13 milljónir vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Skarðsdal. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Fjármálastjóra var falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdal.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér aukningu á fjárfestingaramma eignasjóðs vegna framkvæmdanna og er um lokauppgjör framkvæmda að ræða.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr 6.