Bæjarráð Fjallabyggðar

846. fundur 07. október 2024 kl. 10:00 - 11:51 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar
Í upphafi fundar lagði formaður fram tillögu um að taka mál "2401071 - Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt" sem 13. og síðasta mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1.Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2409067Vakta málsnúmer

Á 845. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Laxóss ehf. til sveitarfélaga við Eyjafjörð vegna sjókvíaeldis með ófrjóan lax eða sértækt skiptieldi með silung eða eðlilegan lax.
Til fundarins mættu f.h. Laxóss ehf. Guðmundur Valur Stefánsson og Laufey María Jóhannsdóttir og fóru þau yfir erindi og áform félagsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Laxóss ehf. fyrir komuna á fundinn og kynningu á þeirra áformum. Bæjarráð ítrekar bókun bæjarstjórnar frá 19. september síðastliðnum um mikilvægi þess að vinna við burðarþol svæðisins verði framkvæmt.

2.Endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði 2024

Málsnúmer 2409116Vakta málsnúmer

Tölvupóstur barst tæknideild frá Samgöngustofu þess efnis að skráningin á Siglufjarðarflugvelli sem lendingarstað væri runnin út og þyrfti að endurnýja ef vilji er til að halda skráningunni. Endurnýjuninni fylgir ekki kostnaður fyrir sveitarfélagið en samkv. úttekt á flugvellinum frá júlí 2024 eru nokkur atriði sem sett var út á og þarf mögulega að lagfæra næsta sumar. Þessi atriði voru flest minniháttar og sneru helst að merkingum á brautum, gróðri í kringum merkingar o.þ.h. atriði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur tæknideild að endurnýja skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstað ásamt því að taka saman minnisblað um kostnað vegna úrbótaatriða. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

3.Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás 2024

Málsnúmer 2410002Vakta málsnúmer

Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás um rekstrarframlag vegna skíðasvæðis er útrunninn. Nýr rekstrarsamningur er í undirbúningi. Fyrir liggur bráðabirgðarsamningur til tveggja mánaða.
Samþykkt
Bæjarráð ítrekar að hér er um bráðabirgðasamning sem byggir á núverandi skuldbindingum sveitarfélagsins gagnvart Leyningsási. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Málinu að öðru leyti vísað til verkefnahópsins um Skíðasvæðið í Skarðsdal.

4.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi uppfært minnisblað bæjarstjóra og tæknideildar um framvindu mála og stöðu verkefna í kjölfar rigningaveðurs í ágúst.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra fyrir uppfært minnisblað. Bæjarráð óskar eftir að greining varaaflsþarfar fyrir varadælur verði eitt af forgangatriðum úttektar á fráveitu Fjallbyggðar. Tæknideild er einnig falið að taka saman skrá yfir tiltækt varaafl í sveitarfélaginu sem hægt væri að grípa til í neyð.

5.Fyrirspurn Landhelgisgæslunnar vegna varðskipsins Freyju

Málsnúmer 2409038Vakta málsnúmer

Í framhaldi af fyrirspurn Landhelgisgæslunnar vegna varðskipsins Freyju og svörum bæjarstjóra hefur verið skoðað hvort mögulegt sé að koma fyrir ljósastaurum niður Ránargötu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir yfirferð á stöðu verkefna fyrir Landhelgisgæslu. Bæjarráð felur tæknideild að hefja undirbúning að því klárað verði að koma fyrir ljósastaurum niður Ránargötu.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Á 833. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað var eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga. Bæjarráð samþykkti að láta útbúa viðauka við fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000 sem fjármagnað yrði með handbæru fé. Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á 245. fundi bæjarstjórnar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt útfærðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- sem fjármagnaður er með handbæru fé. Áætlaðar fjárfestingarhreyfingar hækka úr kr. 228.450.000 í kr. 577.500.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2024 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Öruggara Norðurland eystra

Málsnúmer 2409118Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra varðandi verkefnið "Öruggara Norðurland eystra".
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir erindið. Sveitarfélagið Fjallabyggð mun taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsingu um verkefnið.

8.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Hestamannafélagsins Glæsis vegna samninga við Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu fyrir sína afgreiðslu. Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.

9.Stækkun fráveitu - Primex

Málsnúmer 2410007Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Arnars Freys Þrastarsonar, byggingarverkfræðings hjá Verkís, þar sem lagt er til að komið verið fyrir nýrri útrás við Primex ehf.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur tæknideild að óska eftir að vinna við straumfræðilíkan og minnisblað um niðurstöður þess verði hluti af vinnu við úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar.

10.IIIX. Umhverfisþing 2024.

Málsnúmer 2409119Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi boð á Umhverfisþing, sem fer fram í Hörpu. 5. nóvember og stendur frá kl. 13-16.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Málþing um starf öldungaráða sveitarfélaganna 17.okt. 2024

Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer

Sambandið stendur fyrir málþingi í samstarfi við Landssamband eldri borgara þar sem fjallað er um starf öldungaráða. Málþingið verður haldið í Reykjavík en það er einnig boðið upp á streymi.

Er þess vinsamlegast óskað að upplýsingum um málþingið verði sent til fulltrúa sveitarstjórnar sem sitja í öldungaráði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Úrgangsmagn til urðunar

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit urðun úrgangs á þriðja ársfjórðungi 2024. Samantektin er send öllum sveitarfélögum á þjónustusvæði Norðurár bs til fróðleiks. Gögnin eru unnin upp úr skráningarkerfi hjá Norðurá bs og byggjast á þeim upprunaskráningum sem flutningsaðilar gefa upp við innvigtun á úrgangi til urðunar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar vék af fundi undir þessum lið.

13.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað bæjarstjóra um tillögur að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið sem byggir á tillögum sem komu fram í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Strategíu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir minnisblaðið og drög að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið. Bæjarstjóra er falið að hefjast handa við innleiðingu hluta breytinga sbr. minnisblað þar um og umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:51.