Fyrirspurn Landhelgisgæslunnar vegna varðskipsins Freyju

Málsnúmer 2409038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fyrirspurn Heimis Sverrissonar, f.h. Landhelgisgæslunnar vegna aðstöðu Landhelgisgæslunnar og varðskipsins Freyju.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fulltrúum Landhelgisgæslunnar fyrir innsent erindi. Málinu er vísað til tæknideildar til athugunar á í hvaða aðgerðir er hægt að ráðast fyrir næsta vetur. Þegar er búið að samþykkja að leiðin niður að varðskipinu Freyju er í forgangsmokstri.
Bæjarstjóra að öðru leyti falið að svara erindi Landhelgisgæslunnar í samræmi við umræður á fundinum.