Endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði 2024

Málsnúmer 2409116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 07.10.2024

Tölvupóstur barst tæknideild frá Samgöngustofu þess efnis að skráningin á Siglufjarðarflugvelli sem lendingarstað væri runnin út og þyrfti að endurnýja ef vilji er til að halda skráningunni. Endurnýjuninni fylgir ekki kostnaður fyrir sveitarfélagið en samkv. úttekt á flugvellinum frá júlí 2024 eru nokkur atriði sem sett var út á og þarf mögulega að lagfæra næsta sumar. Þessi atriði voru flest minniháttar og sneru helst að merkingum á brautum, gróðri í kringum merkingar o.þ.h. atriði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur tæknideild að endurnýja skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstað ásamt því að taka saman minnisblað um kostnað vegna úrbótaatriða. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsókn Fjallabyggðar um endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði. Samkvæmt henni þarf bæjarráð að samþykkja umsóknina með umsögn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsögnina.