Bæjarráð Fjallabyggðar

855. fundur 06. desember 2024 kl. 10:00 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Kristbjörnsson deildarstjóri

1.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu minnisblöð og samantektir Náttúruhamfaratrygginga Íslands vegna tjónstilkynningar Fjallabyggðar til NTÍ.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð harmar mjög niðurstöðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands þar sem bótaskylda er ekki viðurkennd sem getur vart talist annað en óskiljanleg niðurstaða í ljósi þeirra aðstæðna sem voru uppi á Siglufirði 23.-24. ágúst. Bæjarstjóra falið að koma andmælum sveitarfélagsins á framfæri sem og kanna réttarstöðu þess.

2.Styrkumsóknir 2025 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2409056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar vegna umsókna um styrki til reksturs safna og setra 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til bæjarstjórnar.

3.Styrkumsóknir 2025 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2409057Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar vegna umsókna um styrki til hátíðarhalda og stærri verkefna 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025.

4.Styrkumsóknir 2025 - Menningarmál

Málsnúmer 2409054Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur markaðs- og menningarnefndar um úthlutun styrkja til menningarmála árið 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2025 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.

5.Starfslok deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar hefur sagt starfi sínu lausu. Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að starfsauglýsingu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarstjóra er veitt heimild til þess að auglýsa sbr. þau gögn sem liggja fyrir fundinum.

6.Endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði 2024

Málsnúmer 2409116Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsókn Fjallabyggðar um endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði. Samkvæmt henni þarf bæjarráð að samþykkja umsóknina með umsögn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsögnina.

7.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á 250. fundi bæjarstjórnar var fjárhagsáætlun 2025-2028 samþykkt í fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs til frekari undirbúnings fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun með fram komnum breytingatillögum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til seinni umræðu bæjarstjórnar.

8.Álagning útsvars árið 2025

Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óbreyttri álagningu útsvars og vísar því til seinnu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025-2028.

9.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-nóvember 2024, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,49% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir nóvember 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 137.240.741,- eða 100,37% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 3 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Verksamningar um ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2410119Vakta málsnúmer

Á 852. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:
Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar, ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu og ræstingu á Leikskálum Siglufirði.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningum við Lavar ehf., sem lagðir eru fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026

Málsnúmer 2303040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi við Sjóva um vátryggingar sveitarfélagsins 2025-2027.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

13.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Á 854. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdsal.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á fjárfestingaramma Íbúðasjóðs (til lækkunar) og Eignasjóðs (til hækkunar).
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Rekstraryfirlit málaflokka 2024

Málsnúmer 2401035Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi rekstraryfirlit málaflokka A- og B-hluta til og með 31. október 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Samningur um rekstur uppbyggingu skíðasvæðis í Tindaöxl og Bárubraut 2025-2028

Málsnúmer 2412003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að Samningi um rekstur uppbyggingu skíðasvæðis í Tindaöxl og Bárubraut 2025-2028.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

16.Samstarfssamningur vegna reksturs og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli 2025-2028

Málsnúmer 2407038Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samstarfssamningi vegna reksturs og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli 2025-2028.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

17.Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umbeðin úttektarskýrsla AVH á sundlauginni á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Erindi frá stjórn Leyningsáss ses

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Á 250. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði falin heimild til að fullnaðarafgreiða þríhliða samkomulag milli aðila máls um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu uppfærð drög að þríhliða samkomulagi milli Leyningsáss ses., Fjallabyggðar og L-7 verktaka ehf., um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, þar sem hið síðastnefnda félag mun taka að sér rekstur skíðasvæðisins til 1. júní 2025.
Samþykkt
Í samræmi við ákvörðun 250. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkir bæjarráð samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

19.Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar

Málsnúmer 2409024Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu innkomnar ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

20.Verkfundir L7 og Leyningsás 2024

Málsnúmer 2410105Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 8. verkfundar L-7 ehf. og Leyningsáss.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu fundargerðir 41. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar, 43. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði og 113. fundar markaðs- og menningarnefndar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.