Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026

Málsnúmer 2303040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Lagt fram tilboð og verklýsing Áhættulausna ehf. vegna útboðs í vátryggingar hjá sveitarfélaginu fyrir 2024-2026. Áætlaður kostnaður er kr. 2.457.000. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem fram kemur að vátryggingar sveitarfélagsins þarf að bjóða út á EES svæðinu. Lagt er til að gengið verði til samninga við Áhættulausnir ehf. sem sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana á sviði vátrygginga og áhættugreiningar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útboðslýsing vegna vátryggingaútboðs Fjallabyggðar 2024-2026. Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í vátryggingaþjónustu fyrir bæjarfélagið og tengda aðila. Þau atriði sem hér eru boðin út eru nánar skilgreind í verklýsingu og sundurliðuðu tilboðsskjali. Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar óskar eftir heimild til að bjóða út vátryggingar bæjarfélagsins skv. útboðslýsingunni.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála heimild til útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar skv. fyrirliggjandi útboðslýsingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 05.07.2024

Tilboð voru opnuð í vátryggingar fyrir Fjallabyggð þann 1. júlí síðastliðinn. Lagt fram minnisblað Consello eftir yfirferð og samantekt á tilboðum. Fjögur tilboð bárust og uppfyllir lægstbjóðandi öll skilyrði útboðsins. Lagt er til að tilboði lægstbjóðanda/Sjóvá verði tekið.
Bæjarráð þakkar Consello tryggingamiðlurum fyrir minnisblaðið og samþykkir að taka tilboði Sjóvár um vátryggingar Fjallabyggðar og tengdra aðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi við Sjóva um vátryggingar sveitarfélagsins 2025-2027.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.