Bæjarráð Fjallabyggðar

837. fundur 05. júlí 2024 kl. 10:00 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar kom á fundinn og fór yfir málefni félagsmáladeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir komuna á fundinn og minnisblað um verkefni deildarinnar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.

2.Hitaveita Siglufirði

Málsnúmer 2404084Vakta málsnúmer

Kallað var eftir upplýsingum frá Rarik varðandi afhendingu á heitu vatni á Siglufirði til uppfyllingar á þörfum sveitarfélagsins til framtíðar. Meðfylgjandi er svar Rarik þar sem fram kemur að veitan getur afhent til viðbótar við núverandi stöðu, 5 l/s á Siglufirði.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir framlögð svör frá Rarik um stöðu á afhendingargetu hitaveitunnar á Siglufirði.

3.Umsókn um lóð - Suðurgata 85

Málsnúmer 2406016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 10. júní 2024 þar sem Guðmundur Örn Magnússon sækir um lóð nr. 85 við Suðurgötu. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags suðurbæjar Siglufjarðar frá 2024.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti.

4.Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í endurnýjun á flísum lendingarlauga þriðjudaginn 25 júní síðastliðinn. Eitt tilboð barst frá Trésmíði ehf.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf. upp á kr. 7.912.900,-

5.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026

Málsnúmer 2303040Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í vátryggingar fyrir Fjallabyggð þann 1. júlí síðastliðinn. Lagt fram minnisblað Consello eftir yfirferð og samantekt á tilboðum. Fjögur tilboð bárust og uppfyllir lægstbjóðandi öll skilyrði útboðsins. Lagt er til að tilboði lægstbjóðanda/Sjóvá verði tekið.
Bæjarráð þakkar Consello tryggingamiðlurum fyrir minnisblaðið og samþykkir að taka tilboði Sjóvár um vátryggingar Fjallabyggðar og tengdra aðila.

6.Ósk um þátttöku Fjallabyggðar í tónlistarnámi utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2406059Vakta málsnúmer

Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms nemanda með lögheimili í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir, sbr. reglur Fjallabyggðar um skólavist í tónlistarskólum utan sveitarfélagsins, að verða við beiðninni.

7.Umsókn um leyfi til að skjóta varg á Siglunesi

Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Valgeirs Sigurðssonar um leyfi til að skjóta varg á Siglunesi.
Bæjarráð getur í ljósi þess að nú þegar eru í gildi samningar við skyttur um eyðingu vargs ekki orðið við beiðninni sbr. umsögn deildarstjóra tæknideildar.

8.Fyrirspurn vegna lóðar á Suðurgötu 28

Málsnúmer 2406060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigurði Þorgils Guðmundssyni um annars vegar styrk til að reisa hlaðinn vegg úr stórgrýti á lóðarmörkum og hins vegar stækkun á lóð Suðurgötu 28 með byggingarreit fyrir allt að 100M2 grunnfleti af bílskúr með t.d. gestahúsi ofan á bílskúrnum.
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðni umsækjanda um stoðvegg á lóðarmörkum og vísar fyrirspurn um lóð Suðurgötu 28b til skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Tannlæknastofan í Hornbrekku - ósk um endurnýjun á samningi

Málsnúmer 2407013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Tannklínikinni sem mun taka við rekstri af Tannlæknastofunni Sellu um næstu mánaðarmót. Óskað er eftir að Tannklínikinn taki yfir leigusamning Sellu á rými í Hornbrekku, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að verða við ósk um endurnýjun leigusamnings. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

10.Beiðnir frá stýrihópi um Síldarævintýrið 2024.

Málsnúmer 2407011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá stýrhópi um Síldarævintýri varðandi götulokanir, afnot af ýmsum búnaði Fjallabyggðar og fl. vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið. Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins.
Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá 17:30 frá 1. ágúst til mánudagsmorguns (5. ágúst).
Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 2. ágúst til mánudagsmorguns 5. ágúst.
Að lokum samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 3. ágúst.

11.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar í þéttbýli.
Bæjarráð samþykkir að verða við tilboði innviðaráðuneytisins um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Deildarstjóra tæknideildar falið að afgreiða málið fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-júní 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 97,24% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.