Beiðnir frá stýrihópi um Síldarævintýrið 2024.

Málsnúmer 2407011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 05.07.2024

Lagt fram erindi frá stýrhópi um Síldarævintýri varðandi götulokanir, afnot af ýmsum búnaði Fjallabyggðar og fl. vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið. Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins.
Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá 17:30 frá 1. ágúst til mánudagsmorguns (5. ágúst).
Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 2. ágúst til mánudagsmorguns 5. ágúst.
Að lokum samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 3. ágúst.