Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 29.02.2024

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir störfum og helstu verkefnum félagsmáladeildar frá síðasta fundi nefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir stöðu verkefna félagsmáladeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið og komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til Gæða og eftirlitsstofnunar vegna innra mats en áætlaður kostnaður við verkefnið er 2 milljónir.

Bæjarráð veitir einnig heimild fyrir að rætt verði við HMS um möguleg skipti á íbúðum á milli Fjallabyggðar og HMS í nýjum húsum við Vallarbraut.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 05.07.2024

Deildarstjóri félagsmáladeildar kom á fundinn og fór yfir málefni félagsmáladeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir komuna á fundinn og minnisblað um verkefni deildarinnar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og fór yfir stöðu mála á félagsmáladeild.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram samning um þjónustukaup.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 13.12.2024

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir störfum og helstu verkefnum félagsmáladeildar frá síðasta fundi nefndarinnar.