Bæjarráð Fjallabyggðar

841. fundur 30. ágúst 2024 kl. 10:00 - 12:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Á 247. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var slökkviliðsstjóra og starfandi verkstjóra Þjónustumiðstöðvar í samvinnu við deildarstjóra tæknideildar falið að skila greinargerð um atburði síðastliðinnar helgar ásamt tillögum að bráðaaðgerðum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarstjórn fól einnig deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að skila greinargerð fyrir næsta fund bæjarráðs um hver tryggingaleg staða sveitarfélagsins er í ljósi atburðanna.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samantekt slökkviliðsstjóra og starfandi bæjarverkstjóra ásamt viðaukabeiðni.
Til fundarins mætti Guðmundur M. Ásgrímsson, tryggingaráðgjafi hjá Consello ehf.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Jóhanni K. Jóhannssyni slökkviliðsstjóra og Óðni Frey Rögnvaldssyni starfandi bæjarverkstjóra fyrir samantektina og tillögur úrbótum.
Bæjarráð felur tæknideild að ráðast þegar í stað í eftirfarandi:
· Hreinsa farveg Hvanneyrarár og laga árfarveginn.
· Gera við lagnir og brunna í Hvanneyrarlind
· Setja upp vöktunarbúnað á allar fráveitudælur sbr. minnisblað.
· Leggja fyrir bæjarráð tillögu að kaupum ásamt verði fyrir varadælubúnaði og varaafli fyrir alla dælubrunna.
· Gera tillögu að úrbótum á fráveitu undir Hafnargötu við Snorragötu 2, 6, 10, 12, 14 og 16. Vesturveggur á Snorragötu 6 er illa farinn. Veita þarf vatni sem kemur undan bakkanum greiða leið í sjó fram.
· Mynda allar lagnir á Eyrinni til þess að átta sig á ástandi lagna.
· Að hefja samtal við Ofanflóðasjóð um endurbætur á frágangi ofanvatnslausna við snjóflóðagarða svo ofanvatn frá varnarmannvirkjum endi ekki í fráveitukerfi sveitarfélagsins.
· Að koma læk við Hólaveg 15-17 út úr fráveitukerfinu.
· Að koma læk við á horni Suðurgötu og Hávegar úr fráveitukerfinu.
· Halda áfram með fyrirbyggjandi aðgerðir, sbr. hreinsun á fráveitukerfi sem nú er í fullum gangi.

Bæjarráð samþykkir að útbúin verði viðauki að fjárhæð 30.000.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans. Viðaukinn er til þess að standa straum af búnaðarkaupum að tillögu slökkviliðsstjóra og bæjarverkstjóra.

Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum í úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar frá óháðum aðilum með reynslu af sambærilegum verkefnum. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvernig auka má afkastagetu núverandi fráveitukerfis svo koma megi í veg fyrir að atburðir föstudagsins 23.ágúst 2024 endurtaki sig ekki. Innifalið í þeirri vinnu er einnig óskað eftir að til sé aðgerðaráætlun til að bregðast við óvæntum atburðum, s.s. bilunum, stíflum og öðru sem gerir það að verkum að kerfið virkar ekki eins og til er ætlast

Bæjarráð þakkar fulltrúa Consello, Guðmundi M. Ásgrímssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir yfirferð á tryggingalegri stöðu sveitarfélagsins. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að vinna málið áfram í samvinnu við Consello í samræmi við umræður á fundinum.

2.Samningur um þjónustukaup

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram samning um þjónustukaup.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2408051Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar og deildarstjóra tæknideildar um viðhald á íþróttamiðstöð á Siglufirði ásamt skýrslu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Til fundarins mætti Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva og fór yfir viðhaldsþörf á húsnæði íþróttamiðstöðvar á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar forstöðumanni Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir komuna á fundinn og fyrir greinargóða skýrslu um ástand íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Málinu vísað til tæknideildar og deildinni falið að fá utanaðkomandi úttektaraðila til þess að leggja fyrir bæjarráð kostnaðar- og aðgerðaáætlun á t.d. ástandi þaks, lagnakjallara, raflagna, brunavarna og annarra brýnna viðhaldsverkefna sbr. skýrslu forstöðumanns.
Bæjarráð beinir því til forstöðumanns að hefjast þegar handa við að lagfæra veggi og gólf í sturtuklefum, slípa gólf í kringum sundlaugarker og skipta út ljósum í sundlaug.

5.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2408006Vakta málsnúmer

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2025. Markaðs- og menningarnefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að auglýsingu og lagt til að tekið verði á móti umsóknum til 22. september.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum:
- Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
- Styrkir til menningarmála
- Styrkir til fræðslumála
- Styrkir til reksturs safna og setra
- Styrkir til hátíða og stærri viðburða

6.Verkefnastjóri á tæknideild

Málsnúmer 2408016Vakta málsnúmer

Á 840. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að ráðfæra sig og vinna málið áfram í samráði við Strategíu m.t.t. þeirra ábendinga sem komu fram í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt fyrir Fjallabyggð og leggja endalega útgáfu fyrir bæjarráð.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

7.Rekstraryfirlit málaflokka 2024

Málsnúmer 2401035Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til júlí 2024 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu samskipti tæknideildar við EFLU þar sem lagt er til að ráðast verði í frekari rannsóknarvinnu vegna vatnsveitunnar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í rannsóknarvinnu vegna vatnsveitunnar í Ólafsfirði. Tæknideild og Þjónustumiðstöð falið að vinna málið áfram.

9.Listaverk á lóð að Aðalgötu 14

Málsnúmer 2408029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Áslaugar Ingu Barðadóttur, f.h. Jökuls ehf. þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð fjarlægi listaverk/gosbrunn sem stendur við Aðalgötu 14 í Ólafsfirði og því fundinn ný staðsetning.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Jökuls ehf. og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að finna verkinu nýja staðsetningu í samráði við listamanninn.

10.Ósk um styrk vegna heimildamyndarinnar MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST

Málsnúmer 2408043Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi styrkbeiðni Jóhanns Sigmarssonar, þar sem farið er á leit við Fjallabyggð að styrkja verkefnið "MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST" að upphæð ISK 500.000,- sem að munu fara í undirbúning, efniskaup og ýmsa aðra þjónustu við gerð heimildamyndar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar.
Synjað
Bæjarráð þakkar innsent erindi en getur því miður ekki orðið við beiðninni.

11.Tilkynningar vegna vatnstjóns í ágúst 2024

Málsnúmer 2408047Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit innsendra erinda húseigenda á Siglufirði vegna vatnstjóna sem upp komu um sl. helgi.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð vil koma á framfæri að til stendur að kalla til fundar þá aðila sem urðu fyrir tjóni. Fyrirhugað er að á fundinn mæti kjörnir fulltrúar, fulltrúar stjórnsýslunnar og þeir aðilar sem vinna að úrvinnslu málsins, svo sem tryggingasérfræðingur, til þess að heyra sjónarmið íbúa, liðsinna þeim sem og að svara spurningum þeirra.

12.Umferðarþing - 20. september 2024

Málsnúmer 2408045Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi tilkynning Samgöngustofu um Umferðarþing, sem haldið verður föstudaginn 20. september 2024 kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 142

Málsnúmer 2408005FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 142 Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjóri grunnskólans óskar eftir breytingu á skóladagatali Grunnskóla Fjallabyggðar. Haustþing KSNV verður haldið 30. ágúst nk. Skólastýra óskar eftir að fá heimild til að flytja skipulagsdag sem áætlaður er 30. september fram um einn mánuð, til 30. ágúst þannig að starfsfólk skólans geti sótt þingið. Að því tilefni óskar skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar einnig eftir því að skipulagsdagur í leikskólanum 30. september nk. verði fluttur yfir á vorönnina. Stutt er á milli skipulagsdaga í leikskólanum á haustönn en fáir skipulagdagar á vorönn. Áfram verður reynt að samræma skipulagsdaga í leik- og grunnskóla eins og kostur er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skóladagatölum og felur skólastjórum að auglýsa breytinguna meðal foreldra.
    Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 142 Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir hugmyndir og tillögur hennar fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarnefndar falið að taka saman hugmyndir nefndarinnar og vísa til bæjarráðs. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

14.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 15. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 14.1 2405026 Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 15. ágúst 2024. Rætt var um ýmsar tillögur og ákvað nefndin að vera klár með áherslu og tillögur á næsta fundi sínum. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 14.4 2408006 Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 15. ágúst 2024. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drög að auglýsingu fyrir sitt leyti og leggur til að tekið verði á móti umsóknum til 22. september. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408002FVakta málsnúmer

  • 15.1 2310071 Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Skipulagsstofnun verður send tillagan til yfirferðar þegar gögn hafa verið uppfærð í samræmi við þær ábendingar sem bárust, skv. 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.2 2111057 Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Skipulagsstofnun verður send tillagan til samþykktar þegar gögn hafa verið uppfærð í samræmi við þær ábendingar sem bárust. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.3 2401031 Deiliskipulag Hrannarbyggð 2
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

    Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Þegar tillagan kom fyrst fram þá gerði ég strax athugasemd við að engin bílastæði eru fram við húsin tvö sem liggja við Aðalgötuna. Tillagan hér er óbreytt hvað það varðar og vil ég lýsa yfir vonbrigðum með það.
  • 15.4 2406022 Óveruleg breyting á deiliskipulagi Saurbæjaráss
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðar við Saurbæjarás verði samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.5 2404035 Breyting á deiliskipulagi Þormóðseyrar - Norðurgata 16
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting verði samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.6 2407009 Umsókn til skipulagsfulltrúa - hliðrun byggingarreits við Skógarstíg 4
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulagsbreytingu vegna hliðrunar byggingarreits en hámarksbyggingarmagn er áfram skv. skilmálum gildandi deiliskipulags. Breytinguna skal vinna skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir umsækjanda um viðbyggingu en þar sem umsókn um byggingarleyfi liggur ekki fyrir getur nefndin ekki veitt leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum.
    Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.7 2406035 Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreidd skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.8 2204075 Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.9 2406053 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 24B
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.10 2407020 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 8
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.11 2407022 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hafnargata 1
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Erindi og merkjalýsing samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.12 2408011 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 41
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.19 2408013 Uppsögn á lóð - Suðurgata 85
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir skil á lóð og verður hún auglýst til úthlutunar að nýju í samræmi við 2. gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.20 2106029 Bakkabyggð 6
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir að lóðin verði auglýst til úthlutunar að nýju í samræmi við 2. gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.24 2407030 Umsókn til skipulagsfulltrúa - Frágangur lóðar við Hafnargötu 1
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.25 2408007 Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Fossvegur 10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
  • 15.26 2408012 Vallarbraut - færsla á gangstétt
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024. Nefndin samþykkir breytinguna með vísun í 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum. Bókun fundar Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:50.