Listaverk á lóð að Aðalgötu 14

Málsnúmer 2408029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Áslaugar Ingu Barðadóttur, f.h. Jökuls ehf. þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð fjarlægi listaverk/gosbrunn sem stendur við Aðalgötu 14 í Ólafsfirði og því fundinn ný staðsetning.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Jökuls ehf. og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að finna verkinu nýja staðsetningu í samráði við listamanninn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 847. fundur - 14.10.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og menningarfulltrúa um útilistaverkið Flæði. Einnig fylgdi skýrsla um ástandsskoðun verksins sem unnin var með tilliti til ástands, endurbóta og færslu listaverksins. Skýrslan var unnin af verkfræðistofunni Eflu. Fyrir liggur að fjarlægja þarf verkið og taka ákvörðun um framtíð þess.
Til fundarins mætti menningarfulltrúi Fjallabyggðar og fór yfir málavexti.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Ofangreindum starfsmönnum er falið í samráði við lögmann sveitarfélagsins að kalla eftir samþykki viðeigandi stofnanna til þess að taka verkið niður af lóðinni Aðalgötu 14. Þegar ákvörðun liggur fyrir um samþykki þá óskar bæjarráð að málið verði lagt aftur fyrir á næsta fundi.