Bæjarráð Fjallabyggðar

847. fundur 14. október 2024 kl. 10:00 - 10:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Listaverk á lóð að Aðalgötu 14

Málsnúmer 2408029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og menningarfulltrúa um útilistaverkið Flæði. Einnig fylgdi skýrsla um ástandsskoðun verksins sem unnin var með tilliti til ástands, endurbóta og færslu listaverksins. Skýrslan var unnin af verkfræðistofunni Eflu. Fyrir liggur að fjarlægja þarf verkið og taka ákvörðun um framtíð þess.
Til fundarins mætti menningarfulltrúi Fjallabyggðar og fór yfir málavexti.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Ofangreindum starfsmönnum er falið í samráði við lögmann sveitarfélagsins að kalla eftir samþykki viðeigandi stofnanna til þess að taka verkið niður af lóðinni Aðalgötu 14. Þegar ákvörðun liggur fyrir um samþykki þá óskar bæjarráð að málið verði lagt aftur fyrir á næsta fundi.

2.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samantekt Verkvals ehf. vegna vinnu í Fjallabyggð í kjölfar mikils vatnsveðurs þann 23.08.2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar samantektinni til tæknideildar til úrvinnslu.

3.Tónlistarskólinn á Tröllaskaga - Gjaldskrá 2025

Málsnúmer 2410059Vakta málsnúmer

Á 43. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, haldinn 3. október 2024, vísaði nefndin tillögu að gjaldskrá skólans 2025 til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur skólanefndar TÁT að gjaldskrá fyrir 2025.

4.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-september 2024, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 97,97% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir september 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur 100,46% af tímabilsáætlun 2024. Staðgreiðsla ársins nemur 97,34% af áætlun ársins. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 4 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Áskorun Selvíkur ehf. vegna fimm liða samkomulags

Málsnúmer 2405071Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi svar Birgis T. Péturssonar, f.h. Selvíkur ehf. í tengslum við svarbréf Fjallabyggðar við áskorun Selvíkur á hendur sveitarfélaginu um efndir skv. fimm liða samkomulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar lögmanni Selvíkur ehf. fyrir bréfið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir áliti lögmanns bæjarins um efnisatriði bréfsins en vísar að öðru leyti málinu til bæjarstjórnar.

7.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2024

Málsnúmer 2410051Vakta málsnúmer

Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2024. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum. Að þessu sinni verður kastljósi dagsins beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2024

Málsnúmer 2410073Vakta málsnúmer

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt þann 10. október sína árlegu viðurkenningarathöfn. Í ár er metfjöldi viðurkenningarhafa, alls 130 aðilar en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Fjallabyggð er eitt af fimmtán sveitarfélögum sem hlotið hafa virðurkenningu í ár.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Kynning á starfi Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Málsnúmer 2410074Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Velferðarsjóðs Eyjafjarðar þar sem þess er óskað að fá að kynna starf Velferðarsjóðsins sameiginlega fyrir sveitarfélögunum við Eyjafjörð og ræða stuttlega aðkomu þeirra að sjóðnum og heyra sjónarmið þeirra varðandi þessa þjónustu sem og sameiginleg markmið okkar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Öfgar í veðurfari - hvernig má auka seiglu byggðar.

Málsnúmer 2410076Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 7. nóvember frá kl 10-12 verður boðið upp á fræðslu um blágrænar ofanvatnslausnir á vegum LOFTUM.

Leiðbeinandi er Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Alta.

Markhópur: Fræðslan er ætluð starfsfólki sveitarfélaga og kjörnum fulltrúum á Norðurlandi eystra sem hafa með veitur, hafnir, slökkvilið, skipulagsmál og umhverfismál að gera.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 1. nóvember

Málsnúmer 2410077Vakta málsnúmer

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2024 verður haldin föstudaginn 1. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, kl. 09.00-16.30. Dagskráin endurspeglar það margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Verkefnahópur um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2409031Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi vinnuskjal verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal frá 4. október 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 42. og 43. fundar stjórnar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, ásamt fundargerð 30. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:58.