Mótmæli vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf um lóð í miðbæ Siglufjarðar

Málsnúmer 2405071

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Tekið fyrir erindi LLG Lögmanna ehf, þar sem lögð eru fram mótmæli f.h. Selvíkur ehf. vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. til skipulagsfulltrúa um að skipuleggja verslunarkjarna í miðbæ Siglufjarðar.
Í erindinu er farið fram á að umsókninni verði hafnað af hálfu bæjarstjórnar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar LLG lögmönnum fyrir bréfið. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir formlegum viðræðum við Selvík ehf. um þau atriði sem koma fram í hinu innsenda bréfi.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 839. fundur - 02.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi LLG Lögmanna ehf., f.h. Selvíkur ehf. til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa málið fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 247. fundur - 26.08.2024

Á 839. fundi bæjarráðs var tekin fyrir áskorun LLG Lögmanna ehf., f.h. Selvíkur ehf. til bæjarstjórnar vegna efnda fimm liða samkomulags. Bæjarráð vísaði bréfinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi ofangreint erindi ásamt afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjórn lýsir sig reiðubúna til að fara í beinar viðræður um efnisatriði bréfsins en óskar eftir ráðrúmi til frekari undirbúnings. Bæjarstjóra falið að svara lögmanni Selvíkur ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 847. fundur - 14.10.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi svar Birgis T. Péturssonar, f.h. Selvíkur ehf. í tengslum við svarbréf Fjallabyggðar við áskorun Selvíkur á hendur sveitarfélaginu um efndir skv. fimm liða samkomulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar lögmanni Selvíkur ehf. fyrir bréfið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir áliti lögmanns bæjarins um efnisatriði bréfsins en vísar að öðru leyti málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Á 847. fundi bæjarráðs fylgdi svar Birgis T. Péturssonar, f.h. Selvíkur ehf. í tengslum við svarbréf Fjallabyggðar við áskorun Selvíkur á hendur sveitarfélaginu um efndir skv. fimm liða samkomulagi.
Bæjarráð þakkaði lögmanni Selvíkur ehf. fyrir bréfið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir áliti lögmanns bæjarins um efnisatriði bréfsins en vísaði málinu að öðru leyti málinu til bæjarstjórnar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fela lögmanni bæjarfélagsins að svara lögmanni Selvíkur ehf. í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
Samþykkt með 7 atkvæðum.