Bæjarráð Fjallabyggðar

839. fundur 02. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Verkefni tæknideildar 2024.

Málsnúmer 2401038Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar. Bæjarráð óskar eftir samantekt fyrir næsta fund bæjarráðs frá tæknideild á stöðu þeirra verkefna sem eru í hönnun s.s. vatnsveitu í Ólafsfirði og sundlaugarinnar á Siglufirði.

2.Útboð á ræstingum - Siglufjörður

Málsnúmer 2407055Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar, þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskálum, Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjórum stjórnsýslu- og fjármála og fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til útboðs á ræstingu Leikskála, Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Ráðhúsi Fjallabyggðar.

3.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 2407016Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem farið er yfir kostnaðaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Á 838. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var farið yfir minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. júlí sl. varðandi samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála fyrir samantektina á kostnaðaráhrifum vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði. Ljóst er að aukinn kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða verður um 2,8 milljónir á þessu ári.

4.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi - Síldarminjasafn

Málsnúmer 2407056Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Norðurlandi eystra um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Síldarminjasafni Íslands ses, ásamt umsögnum Slökkviliðs Fjallabyggðar og byggingarfulltrúa.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti og veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar Síldarminjasafnsins ses.

5.Leyfi landeiganda fyrir flugeldasýningu

Málsnúmer 2406027Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi beiðni Björnungarsveitarinnar Stráka um leyfi landeiganda fyrir flugeldasýningu þann 3. ágúst nk., ásamt umsögn Slökkviliðs Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir forsvarsmönnum Síldarævintýrisins heimild sveitarfélagsins fyrir sitt leyti til flugeldasýningar sbr. umsókn þeirra. Stefnt er að því að sýningin fari fram laugardaginn 3. ágúst, en til vara 4. ágúst.

6.Áskorun Selvíkur ehf. vegna fimm liða samkomulags

Málsnúmer 2405071Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi LLG Lögmanna ehf., f.h. Selvíkur ehf. til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa málið fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:35.