Bæjarstjórn Fjallabyggðar

244. fundur 30. maí 2024 kl. 17:00 - 19:49 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Jakob Kárason varafulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu um að taka mál "2405071 - Mótmæli vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf um lóð í miðbæ Siglufjarðar" til nýs 15. liðar þessa fundar. Samþykkt samhljóða.

1.Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2311011Vakta málsnúmer

Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjórar hjá SSNE kynntu niðurstöður úr verkefninu "Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra."
Vísað til bæjarráðs
Bæjarstjórn þakkar Önnu Lind og Díönu fyrir góða kynningu og utanumhald um vinnuna. Bæjarstjórn vísar niðurstöðu vinnustofanna til frekari úrvinnslu í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 830

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 8, 9, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 10. lið fundargerðarinnar.

Bæjarstjórn ítrekar vilja sinn til samtals við stofnaðila Leyningsáss ses. svo hægt sé að bregðast skjótt við þeim áskorunum sem stofnunin stendur frammi fyrir.
  • 2.1 2404005 Vatnsveita í Brimnesdal
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hefja og klára forhönnun á nýrri lögn meðfram Aðalgötu og niður að hafnarsvæði og sem og endurbætur á vatnstöku Múlalindar. Tæknideild ber að tryggja samlegðaráhrif af öðrum fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum. Ekki er hægt að klára hönnun á nýju inntaki í Brimnesá fyrr en farvegurinn er orðinn snjólaus, en nákvæm staðsetning á vatnsinntaki er nauðsynleg til að ákvarða útfærslu á tengingu við bæjarkerfið. Halda þarf áfram vinnu við að tryggja aðgengi að varavatnsbóli utan Brimnesdals. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2201057 Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til skriflegrar verðkönnunar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra að útisvæði sundlaugarinnar verði fullklárað í þessum framkvæmdum.

    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.8 2404061 Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2403062 Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð þakkar yfirkjörstjórn fyrir minnisblað vegna kjörstaðavals fyrir komandi forsetakosningar. Bæjarráð tekur undir innihald minnisblaðsins og samþykkir því að breyta fyrri ákvörðun sinni um val á kjörstað fyrir undirkjördeild á Siglufirði. Forsetakjör á Siglufirði fer því fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á Ólafsfirði í Menntaskólanum á Tröllaskaga líkt í undangegnum kosningum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.11 2405035 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna leyfisveitingu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.12 2405038 Umboð til kjarasamningsgerðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur forstöðumanni Hornbrekku að undirrita það fyrir hönd stofnunarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 831. fundur - 21. maí 2024.

Málsnúmer 2405005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 832

Málsnúmer 2405006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 8, og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 4.2 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2025-2027
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24. maí 2024. Bæjarráð veitir deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála heimild til útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar skv. fyrirliggjandi útboðslýsingu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.3 2405048 Sumarlokun bæjarskrifstofu 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24. maí 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu að lokun bæjarskrifstofu Fjallabyggðar og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að auglýsa lokunina á heimsíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.4 2401077 Loftslagsstefna Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.8 2405025 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Hverfisgata 8
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24. maí 2024. Sveitarfélagið getur ekki samþykkt framlagða umsókn um veitingu rekstrarleyfis gistingar í flokki II, í ljósi nýsamþykktra breytinga á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar kemur fram að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Húsnæðið sem um ræðir er íbúðarhúsnæði í skilgreindri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi og samræmist starfsemin því ekki skipulagi Fjallabyggðar. Að auki eru framkvæmdir við endurbyggingu hússins enn í gangi eins og fram kemur í umsögnum slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.9 2309154 Umsókn um græna styrki
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24. maí 2024. Í ljósi þess að búið er að loka fyrir styrkumsóknir þá er erindinu hafnað. Umsækjanda er bent á að aftur verður opnað fyrir umsóknir við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 23. maí 2024.

Málsnúmer 2404010FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í þremur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Hlé var gert á fundi kl. 18:05
Fundur hófst eftir hlé kl. 18:25

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 21 lið.
Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 6.5 2405039 Umsókn til skipulagsfulltrúa
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita T.Ark Arkitektum ehf., f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. heimild til þess að hefja vinnu við tillögu að deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu í umsókn fyrirtækisins á sinn kostnað. Í ljósi ákvæðis gildandi lóðaúthlutunarreglna um lóðir á óskipulögðum svæðum þá getur bæjarstjórn ekki veitt formlegt vilyrði fyrir umræddri lóð.
    Bæjarstjórn fagnar áhuga fyrirtækisins á myndarlegri uppbyggingu í miðbæ Siglufjarðar og telur hana muni styrkja verslun og þjónustu á svæðinu.
  • 6.6 2312028 Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna efnisnáms í Hálsá - umsagnarbeiðni
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagstillögu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.9 2310002 Bakkabyggð 18 - Lóðarúthlutun felld úr gildi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.10 2404057 Ósk um lóð undir lítið útgerðarhús við innri höfn á Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn. Bókun fundar Jakob Kárason vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

    Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 6 atkvæðum.
  • 6.11 2405017 Hvanneyrarbraut 74 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu þar sem núverandi lóðarmörk eru stækkuð um 12,5 m til suðurs og 3,5 m til norðurs skv. tillögu skipulagsfulltrúa. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.13 2405005 Truflun sem framkvæmdir við flugvöll valda fuglalífi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin harmar neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila er verið að haga framkvæmdum þannig að það hafi sem minnst áhrif á fuglalíf svæðisins. Varðandi grjótvörnina þá verður hún lagfærð eftir varptímann í sumar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.14 2405004 Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Þar sem Ránargata 2 er skilgreind sem byggingarlóð getur nefndin ekki fallist á veitingu stöðuleyfis á lóðinni. Erindi hafnað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.15 2404042 Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara við Hafnartún og Laugarveg
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.16 2404041 Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur. Einnig er bent á að ef skurður þverar þjóðveg, þarf að sækja um leyfi til Vegagerðarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.17 2405033 Ósk um leyfi til að mála með vatnsleysanlegri heimagerðri krítarmálningu á grjót í varnargarði við höfnina í Ólafsfirði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.18 2405043 Erindi H-lista vegna stöðuleyfa gáma og gámasvæða í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024. Nefndin tekur undir með H-listanum að brýn þörf er á því að gera betur í þessum efnum. Tæknideild er falið að óska eftir því við eigendur gámanna og lausafés sem stendur á planinu neðan við Kjörbúðina, að það verði fjarlægt innan tilskilins frests. Verði því ekki sinnt ber að fjarlægja það á kostnað eigenda. Einnig óskar nefndin eftir því að gámasvæðið við Vesturstíg verði yfirfarið með það í huga að fjarlægja og farga þeim gámum sem eru ekki lengur í notkun og endurraða gámum þannig að sómi sé að. Þessu verki skal vera lokið ekki seinna en 1. júlí n.k. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 22. maí 2024.

Málsnúmer 2405008FVakta málsnúmer

Fundargerð yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

8.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Enginn tók til máls.
Í 15. lið fundargerðarinnar óskar nefndin samþykkis sveitarfélaga í Eyjafirðir er endurskoða fjallaskilasamþykktir Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðun fjallskilasamþykkta Eyjafjarðar með 7 atkvæðum.

Í 16. lið fundargerðarinnar er lagt til stofnunar sameiginlegrar skipulagsskrifstofu, þó margar skipulagsnefndir væru starfræktar.
Bæjarstjórn getur á þessum tímapunkti ekki til tekið afstöðu til málsins og kallar eftir frekari upplýsingum.

9.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 63. fundar stjórnar SSNE.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2312021Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu 6. og 7. fundargerð starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til staðfestingar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðir starfshópsins með 7 atkvæðum.

11.Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2312022Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi niðurstöðuskýrsla starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa sem var lögð fyrir 832. fund bæjarráðs. Bæjarráð vísaði tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.
Tómas Atli Einarsson, formaður starfshópsins tók til máls og fór yfir niðurstöður hópsins.
Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Starfshópurinn hefur lokið störfum.
Bæjarstjórn vísar tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar meðlimum starfshópsins fyrir vel unnin störf.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Starfshópur um úrgangsmál í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2312023Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi 3. fundargerð starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð. Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.

Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð starfshópsins með 7 atkvæðum.

13.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Á 832. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar voru lögð fram drög að skýrslu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Með fundarboði bæjarstjórnar fygldi aðgerðaráætlun Fjallabyggðar ásamt skýrslu Strategíu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á Fjallabyggð.
Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að boða til sérstakra vinnufunda í júní sem ætlaðir eru til að rýna innihald skýrslunnar og forgangsraða þeim verkefnum sem farið skal í.

14.Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna

Málsnúmer 2405036Vakta málsnúmer

Á 830. fundi bæjarráðs var lagt fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út tímavinnu iðnaðarmanna í Fjallabyggð. Tímavinnan á við um tilfallandi verkefni sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðs og verðkannana samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar. Um er að ræða fimm aðskilin útboð fyrir eftirfarandi iðngreinar: Trésmíðavinnu, rafvirkjavinnu, pípulagningavinnu, málningarvinnu og múraravinnu. Gerður verður samningur við allt að tvo bjóðendur í hverri iðngrein til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs í tvö skipti.
Bæjarráð veitti deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs á tímavinnu iðnaðarmanna.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

15.Mótmæli vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf um lóð í miðbæ Siglufjarðar

Málsnúmer 2405071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi LLG Lögmanna ehf, þar sem lögð eru fram mótmæli f.h. Selvíkur ehf. vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. til skipulagsfulltrúa um að skipuleggja verslunarkjarna í miðbæ Siglufjarðar.
Í erindinu er farið fram á að umsókninni verði hafnað af hálfu bæjarstjórnar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar LLG lögmönnum fyrir bréfið. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir formlegum viðræðum við Selvík ehf. um þau atriði sem koma fram í hinu innsenda bréfi.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Breyting á deiliskipulagi Þormóðseyrar - Norðurgata 16

Málsnúmer 2404035Vakta málsnúmer

Á 311. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breytingatillaga á deiliskipulagi Þormóðseyrar, n.tt. Norðurgötu 16. Tillagan felst í því að lóðin við Norðurgötu 16 stækkar til norðurs í samræmi við gildandi lóðarleigusamning auk þess sem austurmörk lóðarinnar dragast inn um 1,5 m. Samhliða stækkun lóðarinnar stækkar byggingarreitur innan hennar þar sem heimilt verður að byggja viðbyggingu við núverandi hús eða stakstæða byggingu á einni hæð með tvíhalla þaki. Vegna stækkunar lóðarinnar við Norðurgötu 16, minnkar lóð og byggingarreitur við Vetrarbraut 21-23 en skilmálar verða óbreyttir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

17.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2403025Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar var auglýst frá 28. mars til 10. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Búið er að merkja veghelgunarsvæði inn á uppdrátt að beiðni Vegagerðarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Á 311. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram að nýju greinargerð deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði vegna breytinga á umhverfisskýrslu, eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Uppdrættir skipulagsins eru óbreyttir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðisins, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðisins, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Á 311. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram að nýju aðalskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Breyting var gerð á umhverfisskýrslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Svæðisbundin farsældarráð

Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti sem felur í sér að unnið verði að því að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að gerður verði viðaukasamningur við Sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í 2 ár til að útfæra starfsemi farsældarráða innan hvers landshluta.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita SSNE heimild til þess að vinna að drögum að samningi fyrir Norðurland eystra um svæðisbundið farsældarráð barna.

Fundi slitið - kl. 19:49.