Umsókn til skipulagsfulltrúa - Norðurgata 16

Málsnúmer 2404035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram umsókn frá Byggingarfélaginu Berg ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyrar fyrir lóðina Norðurgötu 16. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit og lagfæringu lóðarmarka til samræmis við lóðarleigusamning.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að Byggingarfélagið Berg láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins í samræmi við það sem talið er upp í inngangi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lagðar fram breytingar á deiliskipulagi Þormóðseyrar, n.t.t. Norðurgötu 16. Breytingarnar felast í því að lóðin við Norðurgötu 16 stækkar til norðurs í samræmi við gildandi lóðarleigusamning auk þess sem austurmörk lóðarinnar dragast inn um 1,5 m. Samhliða stækkun lóðarinnar stækkar byggingarreitur innan hennar þar sem heimilt verður að byggja viðbyggingu við núverandi hús eða stakstæða byggingu á einni hæð með tvíhalla þaki. Vegna stækkunnar lóðarinnar við Norðurgötu 16, minnkar lóð og byggingarreitur við Vetrarbraut 21-23 en skilmálar verða óbreyttir.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Á 311. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breytingatillaga á deiliskipulagi Þormóðseyrar, n.tt. Norðurgötu 16. Tillagan felst í því að lóðin við Norðurgötu 16 stækkar til norðurs í samræmi við gildandi lóðarleigusamning auk þess sem austurmörk lóðarinnar dragast inn um 1,5 m. Samhliða stækkun lóðarinnar stækkar byggingarreitur innan hennar þar sem heimilt verður að byggja viðbyggingu við núverandi hús eða stakstæða byggingu á einni hæð með tvíhalla þaki. Vegna stækkunar lóðarinnar við Norðurgötu 16, minnkar lóð og byggingarreitur við Vetrarbraut 21-23 en skilmálar verða óbreyttir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Grenndarkynning vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi Þormóðseyrar,
Norðurgötu 16, fór fram á tímabilinu 3. júní til 5. júlí 2024. Aðliggjandi lóðarhafar
fengu upplýsingar um fyrirhugaða breytingu deiliskipulags og bárust athugasemdir frá eiganda Vetrarbrautar 21-23. Lagt fram minnisblað dags. 12.ágúst 2024 með svörum við þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting verði samþykkt.