Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

311. fundur 22. maí 2024 kl. 16:00 - 17:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
  • Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi Þormóðseyrar - Norðurgata 16

Málsnúmer 2404035Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar á deiliskipulagi Þormóðseyrar, n.t.t. Norðurgötu 16. Breytingarnar felast í því að lóðin við Norðurgötu 16 stækkar til norðurs í samræmi við gildandi lóðarleigusamning auk þess sem austurmörk lóðarinnar dragast inn um 1,5 m. Samhliða stækkun lóðarinnar stækkar byggingarreitur innan hennar þar sem heimilt verður að byggja viðbyggingu við núverandi hús eða stakstæða byggingu á einni hæð með tvíhalla þaki. Vegna stækkunnar lóðarinnar við Norðurgötu 16, minnkar lóð og byggingarreitur við Vetrarbraut 21-23 en skilmálar verða óbreyttir.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

2.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2403025Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar var auglýst frá 28. mars til 10. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Búið er að merkja veghelgunarsvæði inn á uppdrátt að beiðni Vegagerðarinnar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju aðalskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Breyting var gerð á umhverfisskýrslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju greinargerð deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði vegna breytinga á umhverfisskýrslu, eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Updrættir skipulagsins eru óbreyttir.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðisins, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Umsókn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.Ark Arkitektum ehf. f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. Óskað er eftir vilyrði fyrir lóð, sem mun hýsa nýja verslun Samkaupa, ásamt minni verslunum og/eða þjónustu. Um er að ræða lóð í miðbæ Siglufjarðar sem í dag er tjaldsvæði. Þá er einnig óskað eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins í samræmi við frumdrög sem fylgja erindinu, í samvinnu við skipulagsyfirvöld ef vilyrði fyrir lóðinni verður samþykkt.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna efnisnáms í Hálsá - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2312028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Dalvíkurbyggð vegna kynningar á skipulagstillögu, breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna efnisnáms í Hálsá.

Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagstillögu.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skógarstígur 10 - Flokkur 1,

Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Birkis Árnasonar hönnunarstjóra fyrir hönd Hauks Guðmundssonar, móttekin 16.04.2024 um byggingarheimild fyrir 225 m2 frístundahús á frístundalóðinni Skógarstíg 10 á Saurbæjarási, Siglufirði.
Samþykkt
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlunum og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skarðsvegur 1 - Flokkur 1

Málsnúmer 2405044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela hönnunarstjóra fyrir hönd Drangs - fasteignafélags slf., móttekin 17.05.2024 um byggingarheimild fyrir tíu 43,6 m2 sérstæðum gistihýsum auk 118 m2 þjónustuhúss sbr. deiliskipulag gistihýsa og þjónustuhúss við Skarðsveg á Siglufirði.
Samþykkt
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlunum og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.8 eru uppfyllt:
- Aðaluppdrættir verði uppfærðir í samræmi við ábendingar slökkviliðsstjóra og athugasemdir byggingarfulltrúa varðandi fráveitu og vatnsveitu.
- Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.

9.Bakkabyggð 18 - Lóðarúthlutun felld úr gildi

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 13. apríl 2024, hefur lóðarúthlutun Bakkarbyggðar 18 fallið úr gildi.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

10.Ósk um lóð undir lítið útgerðarhús við innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2404057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Baldvins og Jakobs Kárasona, f.h. Ýldu ehf. þar sem óskað er eftir lóð undir ca. 70 fm. byggingu við syðri smábátahöfnina eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Húsnæðinu er ætlað að hýsa það sem tilheyrir trilluútgerð þeirra ásamt fleiru. Í erindinu segir jafnframt að með bættri aðstöðu fyrir smábáta á syðra hafnarsvæðinu sé nauðsynlegt að Fjallabyggð bjóði lóðir til úthlutunar í námunda við hafnarsvæðið.
Synjað
Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn.

11.Hvanneyrarbraut 74 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2405017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hilmars Þórs Hreiðarssonar þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings auk stækkunar lóðar við Hvanneyrarbraut 74 til norðurs og suðurs í takt við núverandi notkun lóðarinnar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu þar sem núverandi lóðarmörk eru stækkuð um 12,5 m til suðurs og 3,5 m til norðurs skv. tillögu skipulagsfulltrúa.

12.Tillaga um samstarf Fjallabyggðar við Rauða krossinn við Eyjafjörð um meðhöndlun textíls.

Málsnúmer 2405023Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Rauða krossinum við Eyjafjörð um tillögu að samstarfi við Fjallabyggð um meðhöndlun textíls.
Vísað til starfshóps
Afgreiðslu málsins er vísað til starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð.

13.Truflun sem framkvæmdir við flugvöll valda fuglalífi

Málsnúmer 2405005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dags. 29.4.2024 þar sem vakin er athygli á mikilli truflun sem framkvæmdir við flugvöllinn á Siglufirði valda fuglalífi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um mál er varðar lagfæringu grjótvarnar á Granda sem tekið var fyrir í nefndinni fyrir um ári síðan.
Nefndin harmar neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila er verið að haga framkvæmdum þannig að það hafi sem minnst áhrif á fuglalíf svæðisins. Varðandi grjótvörnina þá verður hún lagfærð eftir varptímann í sumar.

14.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2405004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám Íslenska gámafélagsins við Ránargötu 2.
Synjað
Þar sem Ránargata 2 er skilgreind sem byggingarlóð getur nefndin ekki fallist á veitingu stöðuleyfis á lóðinni. Erindi hafnað.

15.Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara við Hafnartún og Laugarveg

Málsnúmer 2404042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Tengis ehf. um að þvera Hafnartún og Laugarveg vegna lagningu ljósleiðara. Verkið felur í sér sögun á malbiki, lagningu ídráttarrörs og frágang aftur í sama horf.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur.

16.Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli

Málsnúmer 2404041Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Tengis ehf. um Lagningu ljósleiðara frá skíðaskála niður í stofntaug við flugvöllinn. Þvera þarf malar heimkeyrslur sem og bundið slitlag á Siglufjarðarvegi móts við flugvöllinn. Líkleg tenging golfskála og Hóls í sömu framkvæmd.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur. Einnig er bent á að ef skurður þverar þjóðveg, þarf að sækja um leyfi til Vegagerðarinnar.
Fylgiskjöl:

17.Ósk um leyfi til að mála með vatnsleysanlegri heimagerðri krítarmálningu á grjót í varnargarði við höfnina í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2405033Vakta málsnúmer

Leikskóli Fjallabyggðar, Leikhólar óska eftir leyfi til að nýta grjót í varnargarði í höfninni í Ólafsfirði til útikennslu. Um er að ræða að mála "álfabyggð" á grjót með vatnsleysanlegri heimagerðri krítarmálningu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

18.Erindi H-lista vegna stöðuleyfa gáma og gámasvæða í Ólafsfirði

Málsnúmer 2405043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar og Þorgeirs Bjarnasonar f.h. H-lista þar sem fjallað er um gáma og annað dót sem stendur á landi sveitarfélagsins á plani fyrir neðan Kjörbúðina í Ólafsfirði.
Nefndin tekur undir með H-listanum að brýn þörf er á því að gera betur í þessum efnum. Tæknideild er falið að óska eftir því við eigendur gámanna og lausafés sem stendur á planinu neðan við Kjörbúðina, að það verði fjarlægt innan tilskilins frests. Verði því ekki sinnt ber að fjarlægja það á kostnað eigenda. Einnig óskar nefndin eftir því að gámasvæðið við Vesturstíg verði yfirfarið með það í huga að fjarlægja og farga þeim gámum sem eru ekki lengur í notkun og endurraða gámum þannig að sómi sé að. Þessu verki skal vera lokið ekki seinna en 1. júlí n.k.
Fylgiskjöl:

19.Borgað þegar hent er innleiðing við heimili.

20.Snorragata 4A - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2404031Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um tilkynningarskylda framkvæmd við Snorragötu 4A á vegum Rarik ohf.
Lagt fram til kynningar
Tæknideild falið að koma athugasemdum nefndarinnar áfram til Rarik.

21.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2405053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar sem er í kynningu frá 22. maí - 13. júní 2024.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:35.