Erindi H-lista vegna stöðuleyfa gáma og gámasvæða í Ólafsfirði

Málsnúmer 2405043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar og Þorgeirs Bjarnasonar f.h. H-lista þar sem fjallað er um gáma og annað dót sem stendur á landi sveitarfélagsins á plani fyrir neðan Kjörbúðina í Ólafsfirði.
Nefndin tekur undir með H-listanum að brýn þörf er á því að gera betur í þessum efnum. Tæknideild er falið að óska eftir því við eigendur gámanna og lausafés sem stendur á planinu neðan við Kjörbúðina, að það verði fjarlægt innan tilskilins frests. Verði því ekki sinnt ber að fjarlægja það á kostnað eigenda. Einnig óskar nefndin eftir því að gámasvæðið við Vesturstíg verði yfirfarið með það í huga að fjarlægja og farga þeim gámum sem eru ekki lengur í notkun og endurraða gámum þannig að sómi sé að. Þessu verki skal vera lokið ekki seinna en 1. júlí n.k.
Fylgiskjöl: