Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli

Málsnúmer 2404041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lögð fram umsókn Tengis ehf. um Lagningu ljósleiðara frá skíðaskála niður í stofntaug við flugvöllinn. Þvera þarf malar heimkeyrslur sem og bundið slitlag á Siglufjarðarvegi móts við flugvöllinn. Líkleg tenging golfskála og Hóls í sömu framkvæmd.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur. Einnig er bent á að ef skurður þverar þjóðveg, þarf að sækja um leyfi til Vegagerðarinnar.
Fylgiskjöl: