Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

314. fundur 12. september 2024 kl. 16:00 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varam.
  • Helgi Jóhannsson varam.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Tómas Atli Einarsson aðalm.
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu á breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. um lóð undir nýja verslun Samkaupa. Tillagan er dagsett 3.9.2024 og er unnin af T.ark arkitektum.
Nefndin þakkar fyrir framlagða tillögu en bendir á að skoða þurfi betur tengingu Gránugötu við Suðurgötu með tillit til ferlagreiningar í samræmi við hönnunarleiðbeiningar Vegagerðarinnar, umferðaröryggi og útfærslu bílastæða.

2.Umsókn til skipulagsfulltrúa - hliðrun byggingarreits við Skógarstíg 4

Málsnúmer 2407009Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var umsækjanda heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Skógarstíg 4 sem felur í sér hliðrun á byggingarreit. Lögð fram deiliskipulagsbreyting dags. 19.8.2024 unnin af Nordic. Tillagan gerir ráð fyrir hliðrun og byggingarreit og stækkun um 3 m. til suðvesturs og 1 m. til suðausturs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirlagða breytingu sem telst óveruleg og verður afgreidd skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið verður frá grenndarkynningu þar sem samþykki lóðarhafa við Skútustíg 2 og Skógarstíg 2 og 8 liggja fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2408024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 6.8.2024 þar sem Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir sækja um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Þar sem þrjár umsóknir um lóðina bárust skal hlutkesti ráða úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir.

4.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2408025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 16.8.2024 þar sem Tanja María Þórarinsdóttir sækir um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Þar sem þrjár umsóknir um lóðina bárust skal hlutkesti ráða úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir.

5.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2408026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 16.8.2024 þar sem Hallur Már Baldursson sækir um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Þar sem þrjár umsóknir um lóðina bárust skal hlutkesti ráða úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir.

6.Umsókn um lóð - Mararbyggð 45

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 2.9.2024 þar sem Einar Ingi Óskarsson sækir um lóð nr. 45 við Mararbyggð.
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag Flæða m.s.br.

7.Eyrarflöt 22- 28 - Afturköllun lóðarúthlutunar

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 22. ágúst sl., hefur lóðarúthlutun Eyrarflatar 22-28 fallið úr gildi.
Lóðin Eyrarflöt 22-28 er laus til úthlutunar að nýju og verður auglýst skv. reglum um útlhutun lóða í Fjallabyggð.

8.Innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbraut 70

Málsnúmer 2406010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi lóðarhafa Hvanneyrarbrautar 70 varðandi framtíðaráform lóðarinnar vegna fyrirhugaðrar innköllunar.
Nefndin samþykkir að lóðin Hvanneyrarbraut 66 verði stækkuð til austurs í samræmi við framlagða tillögu lóðarhafa og gildandi aðalskipulag. Nefndin telur að tillaga erindishafa um stækkun til norðurs skerði notkunarmöguleika fyrirhugaðra lóða að Hvanneyrarbraut 70 og 72. Nefndin samþykkir því ekki tillögu lóðarhafa til norðurs að fullu heldur að lóðarmörk til norðurs verði við ljósastaur sem stendur norðan við innkeyrslu Hvanneyrarbrautar 66. Tæknideild falið að vinna áfram að innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbrautar 70 og á sama tíma að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Hvanneyrarbraut 66 með þeirri stækkun sem hér er lýst.

9.Fyrirspurn um byggingaráform - leyfi fyrir skiltum í Ólafsfirði

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Glaumbæjar mix ehf. dags. 5.7.2024 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir frístandandi skiltum annarsvegar við gatnamót Kirkjuvegar/Aðalgötu og hinsvegar við gatnamót Aðalgötu/Ólafsvegar/Ægisbyggðar. Nákvæm staðsetning myndi vera í samráði við nefndina. Skiltin yrðu uppi allt árið. Einnig er sótt um leyfi til að setja vegvísunarskilti á staura á tveimur stöðum, sjá nánari staðsetningu á meðfylgjandi myndum.
Nefndin setur sig ekki upp á móti því að sett verði frístandandi skilti við umrædd gatnamót, á eigin ábyrgð. Gæta skal þess að skiltin hindri ekki umferð gangandi vegfarenda eða skapi óþægindi fyrir aðra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhlutast ekki um skilti á ljósastaurum innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar.
Undir þessum lið vék Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir af fundi.

10.Erindi vegna lokunar Vetrarbrautar

Málsnúmer 2409002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda við Vetrarbraut 21-23 þar sem m.a. óskað er eftir því að Vetrarbraut verði opnuð aftur en ekki er hægt að keyra um götuna vegna vinnuvéla sem lagðar eru á götunni.
Tæknideild falið að ræða við rekstraraðila Vetrarbrautar 19A um farsæla lausn á málinu þar sem leitast verður við að gera götuna akfæra.

11.Vallargata - einstefna

Málsnúmer 2408041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íbúa við Vallargötu 1 þar sem lagt er til að Vallargata verði gerð að einstefnugötu með akstursstefnu til norðurs.
Nefndin telur ekki þörf á frekari umferðarstýringu um þessa götu þar sem hún telur umferðarmagnið og hraða ekki kalla á það. Erindi hafnað.

12.Beiðni um skilti og upplýsta gönguleið.

Málsnúmer 2408049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hilmis Gunnars Ólasonar þar sem óskað er eftir skiltum sitthvoru megin við afleggjarann við Hlíð þar sem varað er við að börn gætu verið á leið yfir götuna. Einnig er óskað eftir að gönguleiðin frá Hlíð verði upplýst.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið að umferðaröryggi skólabarna frá Hlíð er ábótavant. Tæknideild er falið að óska eftir því við veghaldara að umbeðin skilti verði sett upp hið fyrsta. Einnig óskar nefndin eftir því að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 verði undirbúin upplýst göngu- og hjólaleið meðfram Ólafsfjarðarvegi úr dreifbýli Ólafsfjarðar að Hornbrekku sem og lýsingu á veginn.

13.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2408036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Andra Viðars Víglundssonar um stöðuleyfi fyrir gám á gámasvæðið í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt. Tæknideild falið að vinna málið áfram í samvinnu við þjónustumiðstöð.

14.Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli

Málsnúmer 2404041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnars Arnar Gunnarssonar f.h. Tengis þar sem óskað er eftir leyfi fyrir nýrri lagnaleið ljósleiðara að golfskála og Hólsdal.
Erindi samþykkt.

15.Leyfi fyrir breytingu á húsnæði við Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 2409020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sunnu ehf. vegna áætlana um viðbyggingu og útvíkkunar á starfsemi við Vetrarbraut 8-10.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa fyrir næsta fund nefndarinnar.
Undir þessum lið vék Áslaug Barðadóttir af fundi.

16.Umsókn um samþykki fyrir heitum potti og breytingu á lóðarmörkum.

Málsnúmer 2409021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jökuls ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir heitum potti og breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar Aðalgötu 14 í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:20.