Beiðni um skilti og upplýsta gönguleið.

Málsnúmer 2408049

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Lagt fram erindi Hilmis Gunnars Ólasonar þar sem óskað er eftir skiltum sitthvoru megin við afleggjarann við Hlíð þar sem varað er við að börn gætu verið á leið yfir götuna. Einnig er óskað eftir að gönguleiðin frá Hlíð verði upplýst.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið að umferðaröryggi skólabarna frá Hlíð er ábótavant. Tæknideild er falið að óska eftir því við veghaldara að umbeðin skilti verði sett upp hið fyrsta. Einnig óskar nefndin eftir því að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 verði undirbúin upplýst göngu- og hjólaleið meðfram Ólafsfjarðarvegi úr dreifbýli Ólafsfjarðar að Hornbrekku sem og lýsingu á veginn.