Fyrirspurn um byggingaráform - leyfi fyrir skiltum í Ólafsfirði

Málsnúmer 2407019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Lögð fram umsókn Glaumbæjar mix ehf. dags. 5.7.2024 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir frístandandi skiltum annarsvegar við gatnamót Kirkjuvegar/Aðalgötu og hinsvegar við gatnamót Aðalgötu/Ólafsvegar/Ægisbyggðar. Nákvæm staðsetning myndi vera í samráði við nefndina. Skiltin yrðu uppi allt árið. Einnig er sótt um leyfi til að setja vegvísunarskilti á staura á tveimur stöðum, sjá nánari staðsetningu á meðfylgjandi myndum.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu málsins er frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Lögð fram umsókn Glaumbæjar mix ehf. dags. 5.7.2024 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir frístandandi skiltum annarsvegar við gatnamót Kirkjuvegar/Aðalgötu og hinsvegar við gatnamót Aðalgötu/Ólafsvegar/Ægisbyggðar. Nákvæm staðsetning myndi vera í samráði við nefndina. Skiltin yrðu uppi allt árið. Einnig er sótt um leyfi til að setja vegvísunarskilti á staura á tveimur stöðum, sjá nánari staðsetningu á meðfylgjandi myndum.
Nefndin setur sig ekki upp á móti því að sett verði frístandandi skilti við umrædd gatnamót, á eigin ábyrgð. Gæta skal þess að skiltin hindri ekki umferð gangandi vegfarenda eða skapi óþægindi fyrir aðra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhlutast ekki um skilti á ljósastaurum innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar.