Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

313. fundur 14. ágúst 2024 kl. 16:00 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Tómas Atli Einarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 var auglýst með athugasemdafresti frá 7. júní 2024 til 19. júlí 2024. Umsagnir bárust frá 7 aðilum; Rarik, Minjastofnun, Skipulagsráði Dalvíkurbyggðar, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Samantekt umsagna og svör við þeim er í fylgiskjali 240807_umsagnir_samantekt_hafnarsv.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Skipulagsstofnun verður send tillagan til yfirferðar þegar gögn hafa verið uppfærð í samræmi við þær ábendingar sem bárust, skv. 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar var kynnt almenningi á opnum íbúafundi þann 28.09.2023 í samræmi við 4. m.gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. sömu laga með athugasemdarfresti frá 30.06.2024 til 19.07.2024. Sjö athugasemdir/umsagnir bárust frá; Rarik, Minjastofnun, Olís, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Hafsteini Hafsteinssyni. Samantekt umsagna og svör við þeim er í fylgiskjali 240807_umsagnir_samantekt_hafnarsv.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Skipulagsstofnun verður send tillagan til samþykktar þegar gögn hafa verið uppfærð í samræmi við þær ábendingar sem bárust.

3.Deiliskipulag Hrannarbyggð 2

Málsnúmer 2401031Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Hrannarbyggðar 2 var kynnt almenningi með opnu húsi þann 18.06.2024 í samræmi við 4. m.gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. sömu laga með athugasemdarfresti frá 08.05.2024 til 27.06.2024. Sex athugasemdir/umsagnir bárust frá; Stjórn Brimnes Hótels ehf., Vegagerðinni, Minjastofnun, Norðurorku, Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og Jóni Klemenssyni. Samantekt umsagna og svör við þeim er í fylgiskjali V291_Samantekt athugasemda DSK Ólafsfirði 240700.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt.

4.Óveruleg breyting á deiliskipulagi Saurbæjaráss

Málsnúmer 2406022Vakta málsnúmer

Grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar við
Saurbæjarás fór fram á tímabilinu 1. júlí til 8. ágúst 2024. Eigendur frístundahúsa og
lóðarleiguhafar fengu upplýsingar um fyrirhugaða breytingu deiliskipulags sem felur í
sér að heimilt verður á reisa eitt smáhýsi á hverri lóð. Fjórar umsagnir bárust á kynningartímanum, svör við þeim er í fylgiskjali; Samantekt umsagna vegna grenndarkynningar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðar við Saurbæjarás verði samþykkt.

5.Breyting á deiliskipulagi Þormóðseyrar - Norðurgata 16

Málsnúmer 2404035Vakta málsnúmer

Grenndarkynning vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi Þormóðseyrar,
Norðurgötu 16, fór fram á tímabilinu 3. júní til 5. júlí 2024. Aðliggjandi lóðarhafar
fengu upplýsingar um fyrirhugaða breytingu deiliskipulags og bárust athugasemdir frá eiganda Vetrarbrautar 21-23. Lagt fram minnisblað dags. 12.ágúst 2024 með svörum við þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting verði samþykkt.

6.Umsókn til skipulagsfulltrúa - hliðrun byggingarreits við Skógarstíg 4

Málsnúmer 2407009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 1.7.2024 þar sem Svanbjörn Thoroddsen sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Skógarstígs 4. Breytingin felur í sér hliðrun á byggingarreit um ca. 5m til SV og 6m til SA vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Einnig lagt fram samþykki eigenda Skógarstígs 8 og jákvæða umsögn Minjastofnunar fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að hefja jarðvegsskipti samhliða því að unnið verði að fullnaðarhönnun og gögnum til umsóknar um byggingarleyfi.
Samþykkt
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulagsbreytingu vegna hliðrunar byggingarreits en hámarksbyggingarmagn er áfram skv. skilmálum gildandi deiliskipulags. Breytinguna skal vinna skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir umsækjanda um viðbyggingu en þar sem umsókn um byggingarleyfi liggur ekki fyrir getur nefndin ekki veitt leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku

Málsnúmer 2406035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku í Ólafsfirði. Staðsetning nýrrar borholu kallar á óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 og fylgir því einnig uppdráttur með breytingartillögu dags. 28.6.2028.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreidd skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags.

8.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar vinnu við nýtt deiliskipulag kirkjugarðs við Brimnes í Ólafsfirði.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 24B

Málsnúmer 2406053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ásbjörns Þórs Ásbjörnssonar Blöndal og Sólveigar Þorkelsdóttur dags. 25.6.2024 þar sem sótt er um endurnýjun lóðarleigusamnings við Suðurgötu 24b, en enginn samningur er í gildi fyrir lóðina. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu fyrir lóðina dags. 01.07.2024.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

10.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 8

Málsnúmer 2407020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Magnúsar Magnússonar dags. 5.7.2024 þar sem sótt er um endurnýjun lóðarleigusamnings við Háveg 8, en enginn samningur er í gildi fyrir lóðina. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu fyrir lóðina dags. 09.07.2024.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

11.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hafnargata 1

Málsnúmer 2407022Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Gunnlaugs Magnússonar f.h. Raftækjavinnustofunnar ehf. dags. 5.7.2024 þar sem sótt er um lagfæringu lóðarmarka við Hafnargötu 1. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu fyrir lóðina dags. 11.07.2024.
Samþykkt
Erindi og merkjalýsing samþykkt.

12.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 41

Málsnúmer 2408011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn eigenda Hólavegar 41 dags. 12.8.2024 þar sem sótt er um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hólaveg 41, en enginn samningur er í gildi fyrir lóðina. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu fyrir lóðina dags. 13.08.2024.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

13.Umsókn um lóð - Skógarstígur 6

Málsnúmer 2407042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.7.2024 þar sem E. Alfreðsson slf.sækir um frístundalóð nr. 6 við Skógarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

14.Umsókn um lóð - Sólarstígur 5

Málsnúmer 2407043Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 17.7.2024 þar sem Ölfushús ehf. sækir um frístundalóð nr. 5 við Sólarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

15.Umsókn um lóð - Sólarstígur 7

Málsnúmer 2407044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 17.7.2024 þar sem Ölfushús ehf. sækir um frístundalóð nr. 7 við Sólarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

16.Umsókn um lóð - Sólarstígur 8

Málsnúmer 2407046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 17.7.2024 þar sem Ölfushús ehf. sækir um frístundalóð nr. 6 við Sólarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

17.Umsókn um lóð - Sólarstígur 6

Málsnúmer 2407045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 17.7.2024 þar sem Ölfushús ehf. sækir um frístundalóð nr. 6 við Sólarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

18.Umsókn um lóð - Suðurgata 83

Málsnúmer 2408008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 10.6.2024 þar sem Guðmundur Örn Magnússon og Helen Hannesdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 83 við Suðurgötu.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar frá 7.5.2024.

19.Uppsögn á lóð - Suðurgata 85

Málsnúmer 2408013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi lóðarhafa Suðurgötu 85 þar sem lóðinni er skilað aftur inn til sveitarfélagsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skil á lóð og verður hún auglýst til úthlutunar að nýju í samræmi við 2. gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

20.Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2106029Vakta málsnúmer

Gengið hefur verið frá yfirtöku lóðarréttinda Bakkabyggðar 6 og er lóðin því laus til úthlutunar að nýju.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að lóðin verði auglýst til úthlutunar að nýju í samræmi við 2. gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

21.Forgangur framkvæmda við Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 2406049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar vegna forgangsröðunar framkvæmda við Aðalgötu í Ólafsfirði.
Nefndin tekur undir innsent erindi og hvetur til þess að forgangsröðun framkvæmda við Aðalgötu verði endurskoðuð og næsti áfangi verði vestasti hluti Aðalgötu.

22.Fyrirspurn vegna lóðar á Suðurgötu 28

Málsnúmer 2406060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurðar Þorgils Guðmundssonar dags. 27.6.2024. Óskað er eftir upplýsingum um lóð Suðurgötu 28b hvort hægt væri að fá þessa lóð undir Suðurgötu 28 með byggingarreit fyrir allt að 100M2 grunnfleti af bílskúr með t.d. gestahúsi ofan á bílskúrnum (ein hæð) hvað slíkt myndi kosta og hvað lóðagjöldin pr. mán myndu hækka við þessa viðbót.
Ekki er skilgreind lóð við Suðurgötu 28b og ekki hægt að segja til um áætluð fasteignagjöld og lóðargjöld fyrr en HMS hefur lagt mat á eignina. Fyrirhuguð er vinna við deiliskipulag á þessu svæði bæjarins og því ekki hægt að verða við þessari beiðni að svo stöddu.

23.Fyrirspurn um byggingaráform - leyfi fyrir skiltum í Ólafsfirði

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Glaumbæjar mix ehf. dags. 5.7.2024 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir frístandandi skiltum annarsvegar við gatnamót Kirkjuvegar/Aðalgötu og hinsvegar við gatnamót Aðalgötu/Ólafsvegar/Ægisbyggðar. Nákvæm staðsetning myndi vera í samráði við nefndina. Skiltin yrðu uppi allt árið. Einnig er sótt um leyfi til að setja vegvísunarskilti á staura á tveimur stöðum, sjá nánari staðsetningu á meðfylgjandi myndum.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu málsins er frestað.

24.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Frágangur lóðar við Hafnargötu 1

Málsnúmer 2407030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Raftækjavinnustofunnar ehf. dags. 10.7.2024 þar sem óskað er eftir leyfi til að steypa kant með léttri timburgirðingu ofan á meðfram lóðarmörkum að vestan í sömu hæð og útliti og garður við Vesturgötu 17. Einnig óskað eftir leyfi fyrir steyptri stétt austan við hús með skjólgirðingu í samráði við eigendur næstu lóða.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

25.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Fossvegur 10

Málsnúmer 2408007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Atla Más Markússonar dags. 7.8.2024 þar sem óskað er eftir leyfi til að útbúa bílastæði sunnan við húsið. Stærðin yrði ca. 7x5 metrar og yrði samliggjandi bílastæði við Fossveg 8.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

26.Vallarbraut - færsla á gangstétt

Málsnúmer 2408012Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni framkvæmdaraðila við Vallarbraut þar sem óskað er eftir að útfærsla gangstéttar við austurhlið Vallarbrautar verði með þeim hætti að bílastæðin séu við götuna og gangstétt nær húsunum til að koma í veg fyrir akandi umferð yfir gangstéttina, líkt og er gert ráð fyrir hinum megin götunnar. Sjá breytingu í meðfylgjandi skjali.
Samþykkt
Nefndin samþykkir breytinguna með vísun í 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum.

Fundi slitið - kl. 18:20.