Umsókn til skipulagsfulltrúa - hliðrun byggingarreits við Skógarstíg 4

Málsnúmer 2407009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Lögð fram umsókn dags. 1.7.2024 þar sem Svanbjörn Thoroddsen sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Skógarstígs 4. Breytingin felur í sér hliðrun á byggingarreit um ca. 5m til SV og 6m til SA vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Einnig lagt fram samþykki eigenda Skógarstígs 8 og jákvæða umsögn Minjastofnunar fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að hefja jarðvegsskipti samhliða því að unnið verði að fullnaðarhönnun og gögnum til umsóknar um byggingarleyfi.
Samþykkt
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulagsbreytingu vegna hliðrunar byggingarreits en hámarksbyggingarmagn er áfram skv. skilmálum gildandi deiliskipulags. Breytinguna skal vinna skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir umsækjanda um viðbyggingu en þar sem umsókn um byggingarleyfi liggur ekki fyrir getur nefndin ekki veitt leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum.