Bæjarstjórn Fjallabyggðar

248. fundur 19. september 2024 kl. 17:00 - 19:06 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Jakob Kárason varafulltrúi
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu um að taka mál "2405039 - Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna" sem fyrsta mál á dagskrá
Jafnframt lagði forseti bæjarstjórnar til að gera "2408001 - Sameining íbúða í Skálarhlíð" að 16. lið fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Ásgeir Ásgeirsson og Ingunn Lilliendahl arkitektar og eigendur T.Ark og fóru yfir tillögurnar.
Á 314. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lögð fram drög að tillögu á breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. um lóð undir nýja verslun Samkaupa. Tillagan er dagsett 3.9.2024 og er unnin af T.ark arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd benti á að skoða þyrfti betur tengingu Gránugötu við Suðurgötu með tillit til ferlagreiningar í samræmi við hönnunarleiðbeiningar Vegagerðarinnar, umferðaröryggi og útfærslu bílastæða.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Ásgeiri og Ingunni fyrir komu á fundinn og góða kynningu á verkefninu.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13. september 2024.

Málsnúmer 2409005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5, og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.5 2409033 Innri höfn 2024 - Raforkuvirki
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13. september 2024. Bæjarráð gerir hvorki athugasemdir við framkvæmd útboðsins né tillögu Vegagerðarinnar um að samið verði við lægstbjóðanda. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti því útboðið og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2409017 Samstarf vegna RECET
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13. september 2024. Bæjarráð staðfestir áframhaldandi þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 6. september 2024.

Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 3.2 2408040 Fráveitukerfi á Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 6. september 2024. Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra fyrir minnisblaðið um framvindu þeirra verkefna sem ákveðið var að ráðast í á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð óskar eftir uppfærslu á næsta fundi sínum um framvindu mála sbr. umræður á fundinum.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 að fjárhæð 30.000.000,- og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 9 og 10.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 4.1 2408040 Fráveitukerfi á Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð þakkar Jóhanni K. Jóhannssyni slökkviliðsstjóra og Óðni Frey Rögnvaldssyni starfandi bæjarverkstjóra fyrir samantektina og tillögur úrbótum.
    Bæjarráð felur tæknideild að ráðast þegar í stað í eftirfarandi:
    · Hreinsa farveg Hvanneyrarár og laga árfarveginn.
    · Gera við lagnir og brunna í Hvanneyrarlind
    · Setja upp vöktunarbúnað á allar fráveitudælur sbr. minnisblað.
    · Leggja fyrir bæjarráð tillögu að kaupum ásamt verði fyrir varadælubúnaði og varaafli fyrir alla dælubrunna.
    · Gera tillögu að úrbótum á fráveitu undir Hafnargötu við Snorragötu 2, 6, 10, 12, 14 og 16. Vesturveggur á Snorragötu 6 er illa farinn. Veita þarf vatni sem kemur undan bakkanum greiða leið í sjó fram.
    · Mynda allar lagnir á Eyrinni til þess að átta sig á ástandi lagna.
    · Að hefja samtal við Ofanflóðasjóð um endurbætur á frágangi ofanvatnslausna við snjóflóðagarða svo ofanvatn frá varnarmannvirkjum endi ekki í fráveitukerfi sveitarfélagsins.
    · Að koma læk við Hólaveg 15-17 út úr fráveitukerfinu.
    · Að koma læk við á horni Suðurgötu og Hávegar úr fráveitukerfinu.
    · Halda áfram með fyrirbyggjandi aðgerðir, sbr. hreinsun á fráveitukerfi sem nú er í fullum gangi.

    Bæjarráð samþykkir að útbúin verði viðauki að fjárhæð 30.000.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans. Viðaukinn er til þess að standa straum af búnaðarkaupum að tillögu slökkviliðsstjóra og bæjarverkstjóra.

    Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum í úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar frá óháðum aðilum með reynslu af sambærilegum verkefnum. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvernig auka má afkastagetu núverandi fráveitukerfis svo koma megi í veg fyrir að atburðir föstudagsins 23.ágúst 2024 endurtaki sig ekki. Innifalið í þeirri vinnu er einnig óskað eftir að til sé aðgerðaráætlun til að bregðast við óvæntum atburðum, s.s. bilunum, stíflum og öðru sem gerir það að verkum að kerfið virkar ekki eins og til er ætlast

    Bæjarráð þakkar fulltrúa Consello, Guðmundi M. Ásgrímssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir yfirferð á tryggingalegri stöðu sveitarfélagsins. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að vinna málið áfram í samvinnu við Consello í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.2 2401036 Samningur um þjónustukaup
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.3 2408051 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.4 2408031 Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð þakkar forstöðumanni Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir komuna á fundinn og fyrir greinargóða skýrslu um ástand íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Málinu vísað til tæknideildar og deildinni falið að fá utanaðkomandi úttektaraðila til þess að leggja fyrir bæjarráð kostnaðar- og aðgerðaáætlun á t.d. ástandi þaks, lagnakjallara, raflagna, brunavarna og annarra brýnna viðhaldsverkefna sbr. skýrslu forstöðumanns.
    Bæjarráð beinir því til forstöðumanns að hefjast þegar handa við að lagfæra veggi og gólf í sturtuklefum, slípa gólf í kringum sundlaugarker og skipta út ljósum í sundlaug.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.5 2408006 Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum:
    - Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
    - Styrkir til menningarmála
    - Styrkir til fræðslumála
    - Styrkir til reksturs safna og setra
    - Styrkir til hátíða og stærri viðburða
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.9 2408029 Listaverk á lóð að Aðalgötu 14
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Jökuls ehf. og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að finna verkinu nýja staðsetningu í samráði við listamanninn. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.10 2408043 Ósk um styrk vegna heimildamyndarinnar MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024. Bæjarráð þakkar innsent erindi en getur því miður ekki orðið við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 143. fundur - 9. september 2024.

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 143 Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Skarphéðinn Þórsson, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Fræðslu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að um skemmtilega tilbreytingu geti verið að ræða. Nefndin felur forstöðumanni að útfæra bíósýninguna m.t.t. öryggis og hagkvæmni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 147. fundur - 5. september 2024.

Málsnúmer 2408007FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 9 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 12. september 2024.

Málsnúmer 2409004FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 2 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.

Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 8, 9, 11, 12, 13, 14 og 16 .
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 8.8 2406010 Innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbraut 70
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Nefndin samþykkir að lóðin Hvanneyrarbraut 66 verði stækkuð til austurs í samræmi við framlagða tillögu lóðarhafa og gildandi aðalskipulag. Nefndin telur að tillaga erindishafa um stækkun til norðurs skerði notkunarmöguleika fyrirhugaðra lóða að Hvanneyrarbraut 70 og 72. Nefndin samþykkir því ekki tillögu lóðarhafa til norðurs að fullu heldur að lóðarmörk til norðurs verði við ljósastaur sem stendur norðan við innkeyrslu Hvanneyrarbrautar 66. Tæknideild falið að vinna áfram að innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbrautar 70 og á sama tíma að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Hvanneyrarbraut 66 með þeirri stækkun sem hér er lýst. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.9 2407019 Fyrirspurn um byggingaráform - leyfi fyrir skiltum í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að sett verði frístandandi skilti við umrædd gatnamót, á eigin ábyrgð. Gæta skal þess að skiltin hindri ekki umferð gangandi vegfarenda eða skapi óþægindi fyrir aðra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhlutast ekki um skilti á ljósastaurum innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.11 2408041 Vallargata - einstefna
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Nefndin telur ekki þörf á frekari umferðarstýringu um þessa götu þar sem hún telur umferðarmagnið og hraða ekki kalla á það. Erindi hafnað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.12 2408049 Beiðni um skilti og upplýsta gönguleið.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að umferðaröryggi skólabarna frá Hlíð er ábótavant. Tæknideild er falið að óska eftir því við veghaldara að umbeðin skilti verði sett upp hið fyrsta. Einnig óskar nefndin eftir því að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 verði undirbúin upplýst göngu- og hjólaleið meðfram Ólafsfjarðarvegi úr dreifbýli Ólafsfjarðar að Hornbrekku sem og lýsingu á veginn. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.13 2408036 Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Erindi samþykkt. Tæknideild falið að vinna málið áfram í samvinnu við þjónustumiðstöð. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.14 2404041 Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 8.16 2409021 Umsókn um samþykki fyrir heitum potti og breytingu á lóðarmörkum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

9.Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408001FVakta málsnúmer

Fundargerð 840. fundar bæjarráðs frá 16. ágúst sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð Fjallabyggðar - 839. fundur - 2. ágúst 2024.

Málsnúmer 2407004FVakta málsnúmer

Fundargerð 839. fundar bæjarráðs frá 2. ágúst sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26. júlí 2024.

Málsnúmer 2407003FVakta málsnúmer

Fundargerð 838. fundar bæjarráðs frá 26. júlí sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 142

Málsnúmer 2408005FVakta málsnúmer

Fundargerð 142. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 19. ágúst sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

13.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 15. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer

Fundargerð 109. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 15. ágúst sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14. ágúst 2024.

Málsnúmer 2408002FVakta málsnúmer

Fundargerð 313. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. ágúst sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

15.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 41. fundur 31. maí 2024.

Málsnúmer 2406051Vakta málsnúmer

Fundargerð 41. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 31. maí sl. lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

16.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, miðvikudaginn 21. ágúst 2024, kl. 14:00, í eftirfarandi verk:
Skálarhlíð-br. á 2. hæð 2024 - íbúð 2A og Skálarhlíð-br. á 3. hæð 2024 - íbúð C
Eftirfarandi tilboð bárust:
Byggingarfélagið Berg ehf. kr. 32.759.451,-
L-7 ehf. kr. 35.973.723,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.267.785,-

Bæjarráð samþykkti á 842. fundi sínum að taka tilboði Berg byggingafélags ehf. kr. 32.759.451 í sameiningu íbúða í Skálarhlíð. Bæjarráð áréttaði mikilvægi þess að verkefnið yrði innan tímamarka í ljósi þess að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á Skálarhlíð.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Í ljósi nýframkominna upplýsinga frestar bæjarstjórn afgreiðslu málsins og vísar því til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Umsókn til skipulagsfulltrúa - hliðrun byggingarreits við Skógarstíg 4

Málsnúmer 2407009Vakta málsnúmer

Á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var umsækjanda heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Skógarstíg 4 sem felur í sér hliðrun á byggingarreit. Á 314. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram deiliskipulagsbreyting dags. 19.8.2024 unnin af Nordic. Tillagan gerir ráð fyrir hliðrun og byggingarreit og stækkun um 3 m. til suðvesturs og 1 m. til suðausturs.

Á 314. fundi sínum samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti fyrirlagða breytingu sem telst óveruleg og verður afgreidd skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið verður frá grenndarkynningu þar sem samþykki lóðarhafa við Skútustíg 2 og Skógarstíg 2 og 8 liggja fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

18.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

H-listinn leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Jón Valgeir Baldursson hefur óskað eftir að hætta í Hafnarstjórn.
Andri Viðar Víglundsson tekur hans sæti sem aðalmaður í Hafnarstjórn og Jón Kort Ólafsson verður varamaður í Hafnarstjórn.
D-listi leggur til eftirfarandi tillögu: Birna S. Björnsdóttir verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Viktors Freyrs Elíssonar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2409067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 2. september 2024 frá Vigdísi Häsler fyrir hönd Kleifa fiskeldis ehf. þar sem kynnt eru áform fyrirtækisins um uppbyggingu á laxeldi í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði.

Tómas Atli Einarsson tók til máls.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Þorgeir Bjarnason, Sæbjörg Ágústsdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.

Hlé var gert á fundinum frá 18:50 til 18:59.

Bæjarstjórn fagnar þeirri framtíðarsýn og áform sem Kleifar fiskeldi ehf. hefur kynnt varðandi laxeldi á Tröllaskaga. Verkefnið skapar tækifæri til nýrra starfa og styrkir atvinnulíf á svæðinu.

Á sama tíma leggur bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að náttúruvernd sé höfð í fyrirrúmi við alla þróun fiskeldis. Til að tryggja að firðirnir ráði við áformað fiskeldi, án þess að umhverfið verði fyrir skaða, þarf að framkvæma burðarþolsmat ásamt því að gert verði áhættumat fyrir erfðablöndun vegna sjókvíaeldisins, þar sem slíkt eldi getur haft áhrif á villta laxastofna á svæðinu.

Að lokum hvetur bæjarstjórn, matvælaráðherra til að hraða vinnu við frumvarp um lagareldi, þar sem skýr lagalegur rammi er nauðsynlegur til að tryggja ábyrgan og sjálfbæran vöxt fiskeldisgreinarinnar til framtíðar.

Fundi slitið - kl. 19:06.