Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 8, 9, 11, 12, 13, 14 og 16 .
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.8
2406010
Innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbraut 70
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Nefndin samþykkir að lóðin Hvanneyrarbraut 66 verði stækkuð til austurs í samræmi við framlagða tillögu lóðarhafa og gildandi aðalskipulag. Nefndin telur að tillaga erindishafa um stækkun til norðurs skerði notkunarmöguleika fyrirhugaðra lóða að Hvanneyrarbraut 70 og 72. Nefndin samþykkir því ekki tillögu lóðarhafa til norðurs að fullu heldur að lóðarmörk til norðurs verði við ljósastaur sem stendur norðan við innkeyrslu Hvanneyrarbrautar 66. Tæknideild falið að vinna áfram að innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbrautar 70 og á sama tíma að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Hvanneyrarbraut 66 með þeirri stækkun sem hér er lýst.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.9
2407019
Fyrirspurn um byggingaráform - leyfi fyrir skiltum í Ólafsfirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Nefndin setur sig ekki upp á móti því að sett verði frístandandi skilti við umrædd gatnamót, á eigin ábyrgð. Gæta skal þess að skiltin hindri ekki umferð gangandi vegfarenda eða skapi óþægindi fyrir aðra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhlutast ekki um skilti á ljósastaurum innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.11
2408041
Vallargata - einstefna
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Nefndin telur ekki þörf á frekari umferðarstýringu um þessa götu þar sem hún telur umferðarmagnið og hraða ekki kalla á það. Erindi hafnað.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.12
2408049
Beiðni um skilti og upplýsta gönguleið.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið að umferðaröryggi skólabarna frá Hlíð er ábótavant. Tæknideild er falið að óska eftir því við veghaldara að umbeðin skilti verði sett upp hið fyrsta. Einnig óskar nefndin eftir því að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 verði undirbúin upplýst göngu- og hjólaleið meðfram Ólafsfjarðarvegi úr dreifbýli Ólafsfjarðar að Hornbrekku sem og lýsingu á veginn.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.13
2408036
Umsókn um stöðuleyfi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Erindi samþykkt. Tæknideild falið að vinna málið áfram í samvinnu við þjónustumiðstöð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.14
2404041
Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.16
2409021
Umsókn um samþykki fyrir heitum potti og breytingu á lóðarmörkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12. september 2024.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.