Sameining íbúða í Skálarhlið

Málsnúmer 2408001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út síðustu sameiningu íbúða á þriðju hæð í Skálarhlíð. Samhliða verður boðin út endurgerð íbúðar 203 sem varð fyrir altjóni vegna leka.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til þess að bjóða út síðustu sameiningu íbúða í Skálarhlíð ásamt endurgerð íbúðar 203.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 06.09.2024

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, miðvikudaginn 21. ágúst 2024, kl. 14:00, í eftirfarandi verk:
Skálarhlíð-br. á 2. hæð 2024 - íbúð 2A og Skálarhlíð-br. á 3. hæð 2024 - íbúð C
Eftirfarandi tilboð bárust:
Byggingarfélagið Berg ehf. kr. 32.759.451,-
L-7 ehf. kr. 35.973.723,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.267.785,-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Berg byggingafélags ehf. kr. 32.759.451 í sameiningu íbúða í Skálarhlíð.
Bæjarráð vill árétta mikilvægi þess að verkefnið verði innan tímamarka í ljósi þess að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á Skálarhlíð.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 248. fundur - 19.09.2024

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, miðvikudaginn 21. ágúst 2024, kl. 14:00, í eftirfarandi verk:
Skálarhlíð-br. á 2. hæð 2024 - íbúð 2A og Skálarhlíð-br. á 3. hæð 2024 - íbúð C
Eftirfarandi tilboð bárust:
Byggingarfélagið Berg ehf. kr. 32.759.451,-
L-7 ehf. kr. 35.973.723,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.267.785,-

Bæjarráð samþykkti á 842. fundi sínum að taka tilboði Berg byggingafélags ehf. kr. 32.759.451 í sameiningu íbúða í Skálarhlíð. Bæjarráð áréttaði mikilvægi þess að verkefnið yrði innan tímamarka í ljósi þess að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á Skálarhlíð.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Í ljósi nýframkominna upplýsinga frestar bæjarstjórn afgreiðslu málsins og vísar því til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30.09.2024

Á 842. fundi bæjarráðs voru tekin fyrir tilboð í útboðsverkin Skálarhlíð-br. á 2. hæð 2024 - íbúð 2A og Skálarhlíð-br. á 3. hæð 2024 - íbúð C. Á fundinum samþykkti bæjarráð tilboð Berg byggingarfélags ehf.
Á 248. fundi bæjarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað vegna nýframkominna upplýsinga og því vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Berg byggingafélags ehf. kr. 14.496.994 í lagfæringar á íbúð 2A, en í ljósi framkominna upplýsinga og óviðráðanlegra aðstæðna að hætta við aðra hluta útboðsins.
Bæjarráð vill enn og aftur árétta mikilvægi þess að verkefnið verði innan tímamarka í ljósi þess að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á Skálarhlíð.