Bæjarráð Fjallabyggðar

840. fundur 16. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og fór yfir stöðu mála á félagsmáladeild.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Sameining íbúða í Skálarhlið

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út síðustu sameiningu íbúða á þriðju hæð í Skálarhlíð. Samhliða verður boðin út endurgerð íbúðar 203 sem varð fyrir altjóni vegna leka.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til þess að bjóða út síðustu sameiningu íbúða í Skálarhlíð ásamt endurgerð íbúðar 203.

3.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-júlí 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,01% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir júlí 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 140.635.264,- eða 109,28% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 21 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2408006Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkveitingar bæjarsjóðs sem taka þarf tillit til við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

6.Samningur um sálfræðiþjónustu 2024-2026

Málsnúmer 2405058Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að endurnýja samning til tveggja ára við Sálfræðiþjónustu Norðurlands um sálfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja fyrir og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

7.Frístund og lengd viðvera 2024-2025

Málsnúmer 2404012Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um samstarf við íþróttafélög og fyrirkomulag frístundar og lengdrar viðveru 2024-2025.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um fyrirkomulag frístundar og lengdrar viðveru fyrir skólaárið 2024-2025. Deildarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulagið og kynna fyrir foreldrum.

8.Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Á 836.fundi sínum fól bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar að fylgja eftir ábendingum KF og athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu vinnupunktar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um samskipti við fulltrúa KF og vinnslu máls.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

9.Verkefnastjóri á tæknideild

Málsnúmer 2408016Vakta málsnúmer

Í ljósi uppsagnar skipulagsfulltrúa leggur deildarstjóri tæknideildar til að staða skipulagsfulltrúa verði breytt og auglýst sem staða verkefnastjóra á tæknideild. Hið nýja starf mun ekki fela í sér breytingar á samþykktri launaáætlun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að starfslýsingu verkefnastjóra eins og hún liggur fyrir, en felur bæjarstjóra að ráðfæra sig og vinna málið áfram í samráði við Strategíu m.t.t. þeirra ábendinga sem komu fram í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt fyrir Fjallabyggð og leggja endalega útgáfu fyrir bæjarráð.

10.Kaup á sorpílátum

Málsnúmer 2408019Vakta málsnúmer

Starfshópur um úrgangsmál í Fjallabyggð hefur fyrir sitt leyti samþykkt tilboð frá Íslenska gámafélaginu ehf. um kaup Fjallabyggðar á sorpílátum í sveitarfélaginu. Tilboðið miðast við einingarverð pr. tunnu samkvæmt talningu sem framkvæmd var vorið 2024.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi tilboð Íslenska gámafélagsins.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tilboð og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á sorpílátum.

11.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Kolbeins Proppé, f.h. stjórnar Leyningsáss ses. þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarins til þess hvort auka eigi framlög til reksturs skíðasvæðisins.
Vísað til starfshóps
Bæjarráð þakkar stjórn Leyningsáss fyrir erindið og vísar málinu til verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal.

12.Umsókn um lóð - Suðurgata 83

Málsnúmer 2408008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 12.08.2024 þar sem Guðmundur Örn Magnússon sækir um einbýlishúsalóð nr. 83 við Suðurgötu á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Suðurgötu 83 með 3 atkvæðum.

13.Umsókn um lóð - Sólarstígur 8

Málsnúmer 2407046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem Ölfushúss ehf. sækir um frístundalóð nr. 8 við Sólarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sólarstígs 8 með 3 atkvæðum.

14.Umsókn um lóð - Sólarstígur 6

Málsnúmer 2407045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem Ölfushúss ehf. sækir um frístundalóð nr. 6 við Sólarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sólarstígs 6 með 3 atkvæðum.

15.Umsókn um lóð - Sólarstígur 7

Málsnúmer 2407044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem Ölfushúss ehf. sækir um frístundalóð nr. 7 við Sólarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sólarstígs 7 með 3 atkvæðum.

16.Umsókn um lóð - Sólarstígur 5

Málsnúmer 2407043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem Ölfushúss ehf. sækir um frístundalóð nr. 5 við Sólarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sólarstígs 5 með 3 atkvæðum.

17.Umsókn um lóð - Skógarstígur 6

Málsnúmer 2407042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem E. Alfreðsson slf. sækir um frístundalóð nr. 6 við Skógarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Skógarstígs 6 með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:30.