Á 250. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði falin heimild til að fullnaðarafgreiða þríhliða samkomulag milli aðila máls um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal. Með fundarboði bæjarráðs fylgdu uppfærð drög að þríhliða samkomulagi milli Leyningsáss ses., Fjallabyggðar og L-7 verktaka ehf., um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, þar sem hið síðastnefnda félag mun taka að sér rekstur skíðasvæðisins til 1. júní 2025.
Bæjarráð ákvað, í samræmi við ákvörðun 250. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar að samþykkja samningsdrögin og fól bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi bókun stjórnar Leyningsáss ses. frá 11.12.2024 um samning um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði.
"Leyningsás samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en treystir á að þær skyldur sem settar eru á hendur Leyningsás varandi m.a. tryggingar og viðhald, sem Leyningsá getur ekki uppfyllt að svo stöddu, leysist farsællega í viðræðum Leyningsás og Sveitarfélagsins sbr. bókun bæjarráðs um skipun viðræðuhóps um framtíðarfyrirkomulag sem lokið skal fyrir 1. febrúar 2025."
Samþykkir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé (formaður), Einar Hrafn Hjálmarsson og Brynjar Guðmundsson. Sigríður Ingvarsdóttir greiddi ekki atkvæði, þar sem hún situr starfa sinna vegna hjá bænum beggja megin borðsins, og Tómas Atli Einarsson hefur ekki atkvæðisrétt sem áheyrnarfulltrúi.
Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Lagt fram til kynningar