Bæjarráð Fjallabyggðar

854. fundur 26. nóvember 2024 kl. 16:00 - 17:38 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Erindi frá stjórn Leyningsáss ses

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að þríhliða samkomulagi milli Leyningsáss ses., Fjallabyggðar og L-7 verktaka ehf., um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, þar sem hið síðastnefnda félag mun taka að sér rekstur skíðasvæðisins til 1. júní 2025.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á 851. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2025 til úrvinnslu nefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð beindi því til deildarstjóra og formanna nefnda að vinnu nefndanna verði lokið fyrir 22. nóvember og þeim skilað fyrir þann tíma til bæjarráðs.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árin 2025-2028.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Á 852. fundi bæjarráðs var tillögum að gjaldskrám fyrir árið 2025 vísað til umfjöllunar í fastanefndum. Gjaldskrár hafa verið teknar til umfjöllunar í nefndum og eru þær nú lagðar fyrir bæjarráð að nýju. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025 og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Álagningarreglur fasteignagjalda og reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Í tillögunum er lagt til að sorphirðugjald hækki úr kr. 73.700 í kr. 95.000. Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu og hámarks afsláttur af fasteignaskatti hækki úr kr. 90.000 í kr. 100.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa álagningarreglum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignaskatti 2025 til umræðu í bæjarstjórn.

5.Verkefnahópur um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2409031Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Einars Hrafns Hjálmarssonar, stjórnarmanns Leyningsáss ses. þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til lúkningar framkvæmda í Skarðsdal.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðgerð á troðara og vinnu við standsetningu gámaeininga. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Kaup á höldum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

6.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi

Málsnúmer 2406050Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað tæknideildar þar sem upplýst er um tafir á framvindu verkefna á vegum Bás ehf. vegna veðuraðstæðna og annarra þátta.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar tæknideild fyrir minnisblaðið og samþykkir að eftirstöðvar framkvæmda verði fluttar til 2025.

7.Matvöruverslanir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2410086Vakta málsnúmer

Á 848. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Helga Jóhannssonar, bæjarfulltrúa H-listans um matvöruverslanir í Fjallabyggð. Bæjarráð fól bæjarstjóra að kalla eftir svörum frá Samkaup um framtíðaráform fyrirtækisins og leggja fyrir bæjarráð.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi svar Gunnar Lífar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.

Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Samkaupum fyrir skýr svör.

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu fundargerðir 316. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 148. fundar Hafnarstjórnar, 112. fundar markaðs- og menningarnefndar og 62. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:38.