Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi

Málsnúmer 2406050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28.06.2024

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. áfanga á göngu og hjólastíg meðfram þjóðvegi í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir lokuðu útboði á 2. áfanga Aðalgötu Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26.07.2024

Tilboð voru opnuð í áfanga 2. á göngu og hjólastíg við þjóðveginn í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð, þriðjudaginn 23 júlí. Eftirfarandi tilboð bárust:
- Bás ehf 65.152.076
- Smárinn vélaverktaki ehf 65.537.150
- Sölvi Sölvason 78.833.447
- Kostnaðaráætlun 77.300.000
Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði kr. 65.152.076 frá Bás ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað tæknideildar þar sem upplýst er um tafir á framvindu verkefna á vegum Bás ehf. vegna veðuraðstæðna og annarra þátta.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar tæknideild fyrir minnisblaðið og samþykkir að eftirstöðvar framkvæmda verði fluttar til 2025.